Hvaða nám hentar mér? | Háskóli Íslands Skip to main content

Hvaða nám hentar mér?

Ertu að velta fyrir þér framtíðarstarfinu og hvað þig langar til að læra en ert ekki alveg viss? Þá hvetjum við þig til þess að skoða námsvalshjólið hér neðar þar sem námsleiðum í grunnnámi við HÍ er skipt í 10 flokka eftir viðfangsefnum.

Með því að smella á einhvern geiranna tíu á hjólinu færðu nánari lýsingu á viðfangsefnum þess flokks. Þú getur mátað náms- og starfsáhuga þinn við lýsinguna og um leið fundið þær fjölmörgu námsleiðir í grunnnámi innan Háskóla Íslands sem gætu leitt þig í draumanámið og -starfið.

Vanti þig nánari aðstoð við að finna hvar áhugi þinn liggur eða ítarlegri upplýsingar um námsleiðir Háskólans þá hvetjum við þig til að hafa samband við Náms- og starfsráðgjöf HÍ .