Skip to main content

Félagslíf í HÍ

Félagslíf í HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands

Félagslíf er mikilvægur þáttur háskólanáms. Stækkaðu tengslanetið með virkri þátttöku. 

Stúdentaráð

Stúdentaráð er málsvari allra nemenda við HÍ. Ráðið fer með þau mál er varða hagsmuni nemenda gagnvart háskólayfirvöldum, stjórnvöldum og öðrum þeim sem áhrif hafa á stefnu Háskólans. Ráðið hefur aðstöðu á 3. hæð Háskólatorgs, fyrir ofan Bóksölu stúdenta.

Ráðið stendur fyrir stórum atburðum ætluðum öllum nemendum skólans. Októberfest og próflokafögnuðir eftir haust- og vormisseri eru meðal þeirra. Allar upplýsingar um starf Stúdentaráðs og fréttir af starfi þess er hægt að nálgast á vefnum student.is.

Nemendafélög

Hver deild rekur sitt nemendafélag og eru nemendur hvattir til þess að skoða hvaða nemendafélag stendur þeim næst.

Ýmis önnur hagsmunafélög eru starfrækt við HÍ.  Á vef Stúdentaráðs er einnig að finna ýmsar upplýsingar og rétta tengiliði. 

Háskóladansinn

Í Háskóladansinum læra nemendur hressilegt Boogie Woogie, lindy hop, salsa og swingað rokk og ról og margt fleira.

Tónlist

Tónelskir stúdentar við Háskólann geta fundið sér eitthvað við hæfi. Við skólann eru starfræktir tveir kórar, Háskólakórinn og Kvennakór Háskóla Íslands.

Myndband af flutningi Háskólakórsins á Heilagri Sesselju eftir Gunnstein Ólafsson. Myndbandið var gert í tilefni af 50 ára afmæli kórsins árið 2022. 

Leiklist

Stúdentaleikhúsið á sér langa sögu og stendur alltaf fyrir sínu. Tvær sýningar á ári eru settar upp á vegum þess. Í Stúdentaleikhúsinu er alls konar fólk. Flest á það sameiginlegt að vera ofurlítið athyglissjúkir stúdentar. Eina skilyrði fyrir inngöngu í Stúdentaleikhúsið er að hafa lokið framhaldsskólaprófi.