Skip to main content

Skilyrði fyrir skiptinámi

Skilyrði fyrir skiptinámi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hægt er að fara sem skiptinemi í grunn- og framhaldsnámi í flestum námsgreinum. Misjafnt er eftir námsgrein hvenær heppilegast er að fara í skiptinám og mikilvægt að hafa samráð við forsvarsmann eða alþjóðafulltrúa í viðkomandi grein.Í skiptinámi er gert ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi þ.e. 30 ECTS einingum á misseri.

Sérstök skilyrði sviða og deilda HÍ

Sum svið og deildir innan háskólans setja mismunandi skilyrði fyrir skiptinámi. Mikilvægt er að kynna sér vel skilyrði sem gilda fyrir nemendur í viðkomandi deild/sviði.