Hægt er að fara sem skiptinemi í grunn- og framhaldsnámi í flestum námsgreinum. Misjafnt er eftir námsgrein hvenær heppilegast er að fara í skiptinám og mikilvægt að hafa samráð við forsvarsmann eða alþjóðafulltrúa í viðkomandi grein.Í skiptinámi er gert ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi þ.e. 30 ECTS einingum á misseri. Almenn skilyrði fyrir grunnnema Grunnnemar þurfa að hafa lokið a.m.k. einu ári, eða 60 ECTS einingum, í sínu fagi við Háskóla Íslands áður en skiptinám hefst. Nemendur á fyrsta ári geta því sótt um skiptinám og farið út á öðru ári að því tilskildu að þeir hafi lokið 60 ECTS einingum áður en nám við gestaskólann hefst. Meðaleinkunn nemenda má ekki vera lægri en 6,0 þegar sótt er um skiptinám í HÍ. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessari reglu til Alþjóðasviðs. Ýmsir samstarfsskólar fara fram á hærri meðaleinkunnir en upplýsingar um það má finna á vefsíðum þeirra. Í sumum námsgreinum þarf að hafa lokið meira en einu ári af náminu áður en farið er í skiptinámið og í sumum greinum er eingöngu í boði að fara í skiptinám á framhaldsstigi. Sjá sérstök skilyrði sviða og deilda. Nemendum er ekki heimilt að taka skiptinám í aukagrein. Ekki er hægt að skipta sama skólaárinu milli tveggja gestaskóla, þ.e. ekki er hægt að fara út í fullt nám á haustmisseri í einn gestaskóla og skipta svo yfir í fullt nám við annan gestaskóla á vormisseri. Þetta á þó ekki við um nema sem fara út í einstök lotubundin námskeið. Ekki er hægt að sækja um sama skóla tvisvar nema um sé að ræða samfellda dvöl í sömu námsgrein. Aðeins er hægt að sækja um eitt skólaár í einu. Ef nemandi vill framlengja skiptinám sitt frá vormisseri yfir á komandi haustmisseri þarf að sækja aftur um skiptinám hjá Háskóla Íslands. Hvort sem farið er í skiptinám í grunn- eða framhaldsnámi þurfa nemendur að taka a.m.k. helming námsins við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan. Hægt er að sækja um að fara í skiptinám í eitt misseri eða fleiri, þó að hámarki eitt skólaár sem hluti af hverri námsgráðu. Lágmarksdvöl í Erasmus+ er 2 mánuðir og hámarksdvöl 12 mánuðir. Í Nordplus er lágmarksdvöl 1 vika og hámarksdvöl 12 mánuðir. Í öðrum áætlunum er hægt að sækja um eitt misseri eða fleiri. Mögulegt er að fara í skiptinám að sumri til ef gestaskóli býður upp á námskeið opin skiptinemum. Miðað er við að nemendur eigi a.m.k. 22 ECTS einingar eftir af námskeiðum til að fara í skiptinám í eitt misseri og 45 ECTS til að fara í tvö misseri. Athugið að ef farið er í skiptinám á lokamisseri náms gæti þurft að seinka útskrift þar sem sumir gestaskólar skila staðfestu einkunnayfirliti eftir brautskráningarfrest HÍ. Mögulegt er að fara í Erasmus+ skiptinám og starfsþjálfun á sama tíma ef gestaskóli og deild nemanda í HÍ heimila það. Nemendur verða að vera úti í a.m.k. þrjá mánuði. Ef nemandi hyggst ekki vera í fullu námi (30 ECTS af námskeiðum) við gestaskólann þá er hann aftar í forgangi við úthlutun plássa og styrkja. Nemandi yrði skráður sem skiptinemi og fengi skiptinemastyrk. Nemendur í diplómanámi á grunnstigi geta aðeins sótt um námsdvöl erlendis ef námið er a.m.k. 90 ECTS einingar. Nemendur geta aðeins farið út í eitt misseri og verða að vera búnir með 60 ECTS áður en skiptinámið hefst. Nemendum er ekki heimilt að taka áfanga í fjarnámi meðan á skiptinámi stendur. Nemendur geta óskað eftir undanþágu frá þessu skilyrði ef ljúka þarf stökum skylduáfanga til þess að ná að brautskrást á tilsettum tíma. Nemendur geta óskað eftir undanþágu til að taka færri einingar en sem nemur fullu námi við gestaskóla vegna sérstakra aðstæðna en þó aldrei færri en 20 ECTS á misseri. T.d. ef nemandi vinnur lokaverkefni frá HÍ í fjarnámi samhliða skiptináminu, eða nemandi hefur heimild frá deild að taka stakan skylduáfanga í fjarnámi frá HÍ samhliða skiptináminu. Almenn skilyrði fyrir framhaldsnema Nemendur sem eru að hefja meistara- eða doktorsnám geta farið í skiptinám strax á fyrsta misseri námsins, en eins og alltaf þarf að liggja fyrir samþykki deildar og doktorsleiðbeinenda ef við á. Meistaranemar sem ekki eru með neinar einkunnir á meistaranámsferli verða að skila einkunnayfirliti úr grunnnámi með umsókn. Meistaranemar sem ætla í skiptinám eða starfsþjálfun erlendis á fyrsta misseri náms þurfa að vera samþykktir í meistaranámið áður en fyrirhuguð námsdvöl hefst. Meðaleinkunn nemenda má ekki vera lægri en 6,0 þegar sótt er um skiptinám. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessari reglu til Alþjóðasviðs. Ekki er hægt að skipta sama skólaárinu milli tveggja gestaskóla, þ.e. ekki er hægt að fara út í fullt nám á haustmisseri í einn gestaskóla og skipta svo yfir í fullt nám við annan gestaskóla á vormisseri. Þetta á þó ekki við um nema sem fara út í einstök lotubundin námskeið. Ekki er hægt að sækja um sama skóla tvisvar nema um sé að ræða samfellda dvöl í sömu námsgrein. Aðeins er hægt að sækja um eitt skólaár í einu. Ef nemandi vill framlengja skiptinám sitt frá vormisseri yfir á komandi haustmisseri þarf að sækja aftur um skiptinám hjá Háskóla Íslands. Nemendur í diplómanámi á framhaldsstigi geta sótt um að fara í námsdvöl erlendis ef námsleið er a.m.k. 60 ECTS. Námsdvöl erlendis má ekki vera lengri en því sem nemur helmingi heildarlengdar náms, þ.e. nemendur geta farið út í eitt misseri ef heildarlengd náms er heilt kennsluár. Námsdvöl erlendis er þó alltaf háð samþykki deildar. Hvort sem farið er í skiptinám í grunn- eða framhaldsnámi þurfa nemendur að taka a.m.k. helming námsins við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan. Hægt er að sækja um að fara í skiptinám í eitt misseri eða fleiri, þó að hámarki eitt skólaár sem hluti af hverri námsgráðu. Lágmarksdvöl í Erasmus+ er 2 mánuðir og hámarksdvöl 12 mánuðir. Í Nordplus er lágmarksdvöl 1 vika og hámarksdvöl 12 mánuðir. Í öðrum áætlunum er hægt að sækja um eitt misseri eða fleiri. Mögulegt er að fara í skiptinám að sumri til ef gestaskóli býður upp á námskeið opin skiptinemum. Miðað er við að nemendur í framhaldsnámi eigi a.m.k 22 ECTS af námskeiðum eftir í námi sínu til að fara í skiptinám í eitt misseri og 45 ECTS af námskeiðum til að fara í tvö misseri. Athugið að ef farið er í skiptinám á lokamisseri náms gæti þurft að seinka útskrift þar sem sumir gestaskólar skila staðfestu einkunnayfirliti eftir brautskráningarfrest HÍ. Mögulegt er að fara í Erasmus+ skiptinám og starfsþjálfun á sama tíma ef gestaskóli og deild nemanda í HÍ heimila það. Nemendur verða að vera úti í a.m.k. þrjá mánuði. Ef nemandi hyggst ekki vera í fullu námi (30 ECTS af námskeiðum) við gestaskólann þá er hann aftar í forgangi við úthlutun plássa og styrkja. Nemandi yrði skráður sem skiptinemi og fengi skiptinemastyrk. Doktorsnemar geta fengið undanþágu frá því að vera í fullu námi og geta farið niður í 15 ECTS einingar af námskeiðum ef þeir vinna að doktorsverkefni samhliða námskeiðunum. Doktorsnemar eru ekki í forgangi við úthlutun plássa við gestaskóla. Nemendum er ekki heimilt að taka áfanga í fjarnámi meðan á skiptinámi stendur. Nemendur geta óskað eftir undanþágu frá þessu skilyrði ef ljúka þarf stökum skylduáfanga til þess að ná að brautskrást á tilsettum tíma. Nemendur geta óskað eftir undanþágu til að taka færri einingar en sem nemur fullu námi við gestaskóla vegna sérstakra aðstæðna en þó aldrei færri en 20 ECTS á misseri. T.d. ef nemandi hefur heimild frá deild til að taka stakan skylduáfanga í fjarnámi frá HÍ samhliða skiptináminu. Sérstök skilyrði sviða og deilda HÍ Sum svið og deildir innan háskólans setja mismunandi skilyrði fyrir skiptinámi. Mikilvægt er að kynna sér vel skilyrði sem gilda fyrir nemendur í viðkomandi deild/sviði. Félagsvísindasvið Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild: Meistaranemar í mannfræði verða að hafa lokið einu misseri í meistaranáminu áður en farið er í skiptinám. Námsbraut í mannfræði heimilar ekki nemendum að taka tungumálanámskeið í skiptinámi. Félagsráðgjafardeild: Í grunnnámi er aðeins hægt að fara í skiptinám á haustmisseri á 2. ári. Í meistaranámi er skiptinám metið hverju sinni. Hagfræðideild: Ekki er heimilt að taka námskeið í skiptinámi sem er sambærilegt námskeiði sem nemandi hefur lokið, eða mun ljúka við HÍ eftir skiptinámið. Lagadeild: Skiptinám er einungis í boði fyrir nemendur á meistarastigi. Nemum býðst að taka eitt misseri (30 ECTS um haust eða vor) við erlendan háskóla. Nemendur verða að hafa lokið BA-prófi í lögfræði áður en skiptinám hefst. Nánari upplýsingar Nemendum í LL.M námi í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti stendur ekki til boða að fara í skiptinám þar sem námið samanstendur aðeins af skyldunámskeiðum. Samkvæmt reglum deildarinnar (reglur um skiptinám, mat á utandeildarnámi og M-námskeið) fæst námskeið ekki metið ef boðið er upp á sambærilegt námskeið í Lagadeild. Það er því ekki hægt að fá námskeið metið í skiptinámi í stað námskeiða í LL.M námi. Stjórnmálafræðideild: Nemendur í stjórnmálafræði til 120 eininga geta ekki farið í skiptinám nema í gegnum aukagrein ef heimild fyrir því fæst hjá deild. Tungumálanámskeið fást ekki metin í skiptinámi. Viðskiptafræðideild: Ekki er heimilt að taka námskeið í skiptinámi sem sambærilegt er námskeiði sem nemandi hefur lokið, eða mun ljúka við HÍ eftir skiptinám. Nemendur í 90 eininga meistaranámi geta að hámarki fengið 30 einingar metnar úr skiptinámi en nemendur í 120 eininga meistaranámi geta að hámarki fengið 45 einingar metnar úr skiptinámi. Nemendum í grunnnámi sem hyggja á skiptinám er bent á kjörsviðið Almenn viðskiptafræði. Heilbrigðisvísindasvið Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild: Nemendur í hjúkrunarfræði geta ekki tekið námskeið við erlenda samstarfsskóla í skiptinámi. Aðeins er hægt að fara erlendis í klínískt nám í eina til tvær vikur. Lyfjafræðideild: Öll námskeið sem kennd eru í lyfjafræði (BSc og MSc) í Lyfjafræðideild eru skyldunámskeið. Nemendur verða því að finna námskeið í samstarfsskólum sem eru sambærileg og það getur reynst miserfitt. Lyfjafræðideild hvetur nemendur sem hyggja á skiptinám til að leita til kennsluráðs deildarinnar. Nemendur þurfa að vinna umsóknir í samráði við kennsluráð og eftir aðstæðum geta þeir fengið heimild til að fara í skiptinám án þess að fá námskeið metin eða eingöngu þau námskeið sem kennsluráð hefur samþykkt. Læknadeild: Öll námskeið sem kennd eru í læknisfræði í Læknadeild eru skyldunámskeið því er oft erfitt að finna námskeið í samstarfsskólum sem eru sambærileg. Flestir nemendur fara þá leið að komast í samstarf erlendis og vinna 3. árs rannsóknaverkefnið á vormisseri 3. árs, eða á valtímabili á vormisseri 6. árs. Í boði er að sækja um Erasmus+ starfsþjálfunarstyrk til að vinna rannsóknarverkefni í lágmark tvo mánuði. Námsbraut í sjúkraþjálfun: Algengast er að nemendur fari utan í starfsþjálfun (klínískt nám) frekar en að sækja námskeið enda oft mikill munur á skipulagi námskeiða milli landa. Því er einungis hægt að taka klínískt nám á meistarastigi, en hafi nemandi hug á að fara í skiptinám á BS stigi, er mælt með því að viðkomandi setji sig í samband við skrifstofu námsbrautar og afli sér upplýsinga um þau námskeið (námskeiðslýsingu/hæfniviðmið) sem verða í boði í skiptináminu. Matvæla- og næringarfræðideild: Engin sértök skilyrði en nemendur sem hafa áhuga á skiptinámi skulu hafa náið samráð við deildina. Sálfræðideild: Einfaldast er fyrir nemendur að fara í eitt misseri og taka valnámskeið í skiptináminu. Ef nemendur vilja fara í heilt ár verða þeir að finna námskeið í gestaskólanum sem eru sambærileg námskeiðunum sem kennd eru í HÍ. Nemendur geta rætt við deildina um hvort námskeið séu sambærileg. Tannlæknadeild: Algengast er að 5. árs nemar fari í námsdvöl erlendis þar sem það hentar best skipulagi námsins. Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Almenn málvísindi Nemendur í námsleiðinni geta aðeins farið skiptinám í eitt misseri. Íslenska sem annað mál Námsleiðin Íslenska sem annað mál heimilar ekki skiptinám. Ritlist Nemandi í MA-námi í ritlist getur sótt um að verða skiptinemi við erlendan háskóla í eitt misseri. Nemandi getur ekki farið í skiptinám á fyrsta námsmisseri. Íslenska Grunnnám Nemandi sem tekur íslensku til 180 eininga getur sótt um að verða skiptinemi við erlendan háskóla í eitt misseri. Nemandi velur námskeið sem svara til 30 ECTS eininga en það er það hámark sem meta má inn í BA-nám í íslensku úr öðru námi. Nemendur sem hyggjast sækja um að komast í skiptinám erlendis skulu leita ráða hjá námsbrautarformanni þegar þeir velja háskóla og námskeið. Meistaranám Nemandi í MA-námi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði eða íslenskum fræðum getur sótt um að verða skiptinemi við erlendan háskóla í eitt misseri. Nemandi velur námskeið sem svara til 30 ECTS eininga, en það er það hámark sem meta má inn í MA-nám í þessum greinum úr öðru námi. Máltækni Nemandi í MA-námi í máltækni getur tekið sérhæfð máltækninámskeið við erlendan háskóla. Um skiptinám erlendis ætti að ráðfæra sig við umsjónarkennara máltækninámsins, Anton Karl Ingason. Nemendur sem hyggjast sækja um að komast í skiptinám erlendis skulu leita ráða hjá námsbrautarformanni þegar þeir velja háskóla og námskeið. Nemendur sem byrja í framhaldsnámi á meistarastigi og vilja fara í skiptinám strax á fyrsta misseri þurfa að ráðfæra sig við námsbrautarformann. ---- Mála- og menningardeild Japanskt mál og menning Nemendur þurfa að hafa lokið tveimur árum (fjórum misserum) af náminu áður en þeir geta farið í skiptinám. Kínversk fræði Nemendur sem taka BA í kínverskum fræðum til 180 eininga þurfa að hafa lokið tveimur árum (fjórum misserum) af náminu áður en þeir geta farið í skiptinám og geta dvalið í tvö misseri. Nemendur sem taka BA í kínverskum fræðum til 120 eininga þurfa að hafa lokið einu og hálfu ári (þremur misserum) af náminu áður en þeir geta farið í skiptinám og geta dvalið í eitt misseri. Menntavísindasvið Nemendur á meistarastigi þurfa að jafnaði að hafa lokið 30e á námsleið til að geta farið í skiptinám. Nemendur í fimm ára samfelldu námi við Menntavísindasvið eru undanskildir þessari reglu. Verkfræði- og náttúruvísindasvið Nemendur þurfa að hafa lokið skyldunámskeiðum 1. árs í grunnnámi og meðaleinkunn má ekki vera lægri en 6,0.Sjá nánar facebooklinkedintwitter