Fyrrverandi starfsfólk | Háskóli Íslands Skip to main content

Fyrrverandi starfsfólk

Skólabæjarhópur

Starfsmannasvið stendur fyrir morgunfundum fyrir starfsfólk Háskóla Íslands sem hefur hætt störfum vegna aldurs eða annarra ástæðna. Þetta er „opið hús" þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og spjalla yfir kaffi og meðlæti og hlusta á erindi frá góðum gesti.

  • Fundarstaður er fyrirlestrasalur Neskirkju nema annað sé tekið fram
  • Opið hús er fyrsta miðvikudag hvers mánaðar frá kl. 10-12

Þarna gefst einnig tækifæri fyrir núverandi starfsmenn Háskólans að hitta fyrrum starfsfélaga. Umsjón með morgunfundunum er í höndum verkefnastjóra á starfsmannasviði H.Í. og Eddu Magnúsdóttur fyrrum starfsmannastjóra ásamt nokkrum félögum úr hópnum.

Facebook síða Skólabæjarhópsins

Fundir eru félagsmönnum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að tilkynna um þátttöku í síma 525 4000 eða til upplýsingaskrifstofu á netfangið hi@hi.is.

Afsláttur

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands veitir fyrrum starfsfólki Háskólans þ.e. þeim sem tilheyra Skólabæjarhópi, 20% afslátt af menningar- og tungumálanámskeiðum. Við skráningu á námskeið þarf að taka það fram.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.