Fyrrverandi starfsfólk | Háskóli Íslands Skip to main content

Fyrrverandi starfsfólk

Skólabæjarhópur

Mannauðssvið í samstarfi við Skólabæjarnefnd stendur fyrir morgunfundum fyrir starfsfólk Háskóla Íslands sem hefur hætt störfum vegna aldurs eða annarra ástæðna. Um er að ræða „opið hús“ annan miðvikudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann frá kl. 10 til 12.

Á fundunum gefst fólki tækifæri til að hitta fyrrverandi vinnufélaga og spjalla yfir kaffi og meðlæti ásamt því að fræðast um hin ýmsu málefni sem góðir gestir, sem tengjast háskólanum eða samfélaginu, fjalla um.

Fundirnir eru haldnir í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju nema annað sé tekið fram. 

Fyrrverandi starfsmenn skólans geta skráð sig í hópinn með því að senda beiðni á netfangið ernaeinars@hi.is eða eis@hi.is

Fundirnir eru fyrrverandi starfsmönnum og mökum þeirra að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að tilkynna um þátttöku í síma 525-4000 eða til upplýsingaskrifstofu HÍ á netfangið eis@hi.is eða hi@hi.is

Skólabæjarhópur heldur úti Facebook-síðu þar sem fundir eru auglýstir. 

Afsláttur

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands veitir fyrrverandi starfsfólki Háskólans, þ.e. þeim sem tilheyra Skólabæjarhópi, 20% afslátt af menningar- og tungumálanámskeiðum. Við skráningu á námskeið þarf að taka það fram að viðkomandi sé í hópnum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.