Styrkir og fjármögnun | Háskóli Íslands Skip to main content

Styrkir og fjármögnun

Styrkir og fjármögnun - á vefsíðu Háskóla Íslands

Í skiptinámi eru skólagjöld við gestaskólann felld niður en nemendur greiða árlegt skrásetningargjald við Háskóla Íslands. Ef sótt er um skiptinám í gegnum Nordplus og Erasmus+ áætlanirnar er jafnframt sótt um ferða- og dvalarstyrk. Í sumum tilfellum bjóðast styrkir til skiptináms utan Evrópu, m.a. Watanabe styrkir til náms í Japan og Val Bjornson styrkur til náms við Minnesota-háskóla.

Skiptinám er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna, sjá nánari upplýsingar á www.menntasjodur.is