Skip to main content

Samstarfsnefnd háskólastigsins

Samstarfsnefnd háskólastigsins - á vefsíðu Háskóla Íslands

Samstarfsnefnd háskólastigsins hefur starfað frá árinu 1990 og starfar nú skv. 26. gr. laga um háskóla nr. 63/2006.

Í nefndinni eru rektorar háskóla sem hafa fengið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Nefndin kemur reglulega saman og fjallar um ýmis málefni er varða starfsemi og hagsmuni háskólanna og veitir umsagnir um mál sem mennta- og menningarmálaráðherra eða einstakir háskólar vísa til hennar. Enn fremur tilnefnir samstarfsnefndin fulltrúa í ýmsar nefndir og ráð.

Samstarfsnefnd háskólastigsins er þannig vettvangur samráðs og samstarfs háskólanna um sameiginleg málefni þeirra, s.s. um gæðamál, gagnkvæma viðurkenningu náms, bókasafnsmál, inntökuskilyrði í háskóla o.fl. Nefndin er aðili að Samtökum norrænna háskóla (NUS) og Samtökum evrópskra háskóla (EUA).

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands er formaður samstarfsnefndar háskólastigsins og Friðrika Harðardóttir, sviðsstjóri Alþjóðasviðs, er ritari hennar.

Í nefndinni sitja

  • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, formaður
  • Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík
  • Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum
  • Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri
  • Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
  • Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst

Tengiliður

Aðsetur

Háskólatorg 3. hæð
Sæmundargötu 2
102 Reykjavík
Sími: 525 4311
Netfang: fridrika@hi.is