Nemendur í grunnámi í sjúkraþjálfunarfræðum hafa á undanförnum árum boðið framhaldsskólanemendum upp á kynningu á námi í sjúkraþjálfun ásamt heilsueflandi fræðslu.
Verkefnið kallast Hollráður en tók við af Hreyfingi sem upphaflega var BS-verkefni árið 2007. Síðan þá hafa nemendur farið í heimsókn í framhaldsskóla að jafnaði einu sinni á ári, í mars og apríl.
Tilgangur Hollráðs er:
- Miðla efni um lýðheilsu og heilsueflingu
- Kynna sjúkraþjálfun sem fag
- Þjálfa sjúkraþjálfunarnema í að koma fram
Ef framhaldsskólar hafa áhuga á að fá fræðslu til sín, er sjálfsagt að senda tölvupóst á physiotherapy@hi.is.
Hollráður er nýsköpunarverkefni sem tók við Hreyfingi sem var upphaflega BS - verkefni árið 2007. Hollráður miðlar framhaldsskólanemendum heilsueflandi fræðslu.
Tengt efni