Skip to main content

Íslenskusjóðurinn

Markmið sjóðsins er að stuðla að því að íslenska verði áfram töluð á Íslandi. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til að efla vald á íslensku máli barna og fullorðinna, einkum fjöltyngdra barna af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Styrkir skulu veittir vegna verka sem styðja við og efla notkun á íslensku máli, svo sem þróunarverkefna einkum á leikskóla- og grunnskólastigi, námskeiða, bókaskrifa, bókaþýðinga og bókaútgáfu, t.d. fjölmálabóka, heimasíðna, efnis fyrir snjalltæki og annars sem álitlegt þykir til að ná markmiði sjóðsins.

Íslenskusjóðurinn er stofnaður af Elsu Sigríði Jónsdóttur og Tómasi Gunnarssyni til minningar um foreldra þeirra, þau Sigríði S. Sigurðardóttur og Jón Sigurðsson og Björgu Tómasdóttur og Gunnar Guðmundsson.