Alþjóðlegi jafnréttisskólinn | Háskóli Íslands Skip to main content

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn - á vefsíðu Háskóla Íslands

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn, sem heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands, menntar og þjálfar fólk til jafnréttisstarfa í þróunarlöndum og átakasvæðum. Jafnréttisskólinn er hluti af GRÓ – þekkingarmiðstöð um þróunarsamvinnu ásamt Jarðhitaskólanum, Sjávarútvegsskólanum og Landgræðsluskólanum, en hún starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Jafnréttisskólinn býður upp á diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum auk þess að veita styrki til meistara- og doktorsnáms.

Meginmarkmið skólans er að stuðla að jafnrétti kynjanna og félagslegu réttlæti í þróunarlöndum og á átakasvæðum. Einnig er lögð áhersla á jafnréttissjónarmið við friðaruppbyggingu. Loks er sjónum beint að samþættingu kynjasjónarmiða í umhverfismálum og við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Nánari upplýsingar á vefsíðu Jafnréttisskólans.

Útskriftir Jafnréttisskólans síðustu ára:

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.