Skip to main content

Markaðs- og samskiptasvið

Markaðs- og samskiptasvið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands (MARKSAM) hefur heildarumsjón með öllu markaðs- og samskiptastarfi Háskóla Íslands og samhæfir slíkt starf innan allra eininga HÍ.

Almennur þjónustutími er frá 9:00 - 15:00
Staðsetning: Aðalbygging, stofur 231 og 207
Netfang: marksam@hi.is
Tengiliðir við fjölmiðla: Jón Örn Guðbjartsson (jonorn@hi.is) s. 6990662/ Björn Gíslason (bgisla@hi.is)

Hlutverk Markaðs- og samskiptasviðs HÍ

Er að miðla upplýsingum um fjölbreytta og mikilvæga starfsemi Háskóla Íslands til allra landsmanna, m.a. á sviði kennslu, náms, rannsókna og nýsköpunar. Í því felst m.a.:

 • Kynning á fjölbreyttu námsframboði innan skólans.
 • Rekstur ytri vefja HÍ.
 • Að tryggja öfluga og einfalda leit á vef HÍ að námsleiðum við hæfi hvers og eins.
 • Að efla stafræna þjónustu við ytra og innra samfélag.
 • Að styðja við námsval með stafrænum lausnum.
 • Að standa fyrir fjölbreyttri vísindamiðlun til allra landsmanna.
 • Að auka vitund um gildi skólans og sýna hvernig starf hans hefur víðtæk samfélagsleg áhrif.
 • Að kynna hvernig vísindamenn og nemendur takast á við áskoranir samtímans.
 • Að auka tengsl og samræðu við önnur skólastig.
 • Að stuðla að auknu samstarfi við íslenskt samfélag, atvinnulíf og stofnanir.
 • Rekstur uglu, innri vefs HÍ, sem miðlar upplýsingum til starfsfólks HÍ.
 • A leiða allt kynningarstarf innan HÍ.
 • Að veita einingum innan HÍ þjónustu á sviði samskipta og markaðsmála.
 • Að tryggja að kynningar- og markaðsefni HÍ styðjist við öflugustu miðlunarleiðir og hafi samræmda og skýra ásjónu í anda stefnu skólans.
   
Tengt efni