Háskólatónleikar | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskólatónleikar

Dagskrá Háskólatónleika veturinn 2019 - 2020 verður sem hér segir.

Allir tónleikarninr hefjast kl. 12:30 og þeim lýkur kl. 13:00.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

25. september

LITLA-TORG Á HÁSKÓLATORGI

Sigríður Thorlacius syngur íslensk þjóðlög „með aukalaglínum, spunaköflum og útsetningum“ eftir Ásgeir Ásgeirsson o.fl. sem sjálfur leikur á oud og tamboura (arabísk og búlgörsk lúta). Auk þeirra koma fram Haukur Gröndal, klarínetta, Matti Kallio, harmóníka, Þorgrímur Jónsson, kontrabassi, og Erik Qvick, slagverk.

30. október

HÁTÍÐASALUR HÍ

Tónleikar fyrir loftslagið. Catherine Maria Stankiewicz, selló, Eva Þyri Hilmarsdóttur, píanó, og Guja Sandholt, messósópran, frumflytja nýtt verk eftir Gísla Jóhann Grétarsson við textabrot úr ræðum Gretu Thunberg. Af öðru efni má nefna Elegíu fyrir rödd, selló og píanó eftir Massenet, frumsamið spunaverk, Loft, eftir Catherine Mariu Stankiewicz og New World eftir Björk Guðmundsdóttur.

13. nóvember

HÁTÍÐASALUR HÍ

Áskell trommar. Á dagskrá tónleikanna eru fjögur verk eftir Áskel Másson. Með Áskeli, sem leikur á darabúku, leika Guðni Franzson, klarínetta og bassaklarínetta, Steef van Oosterhout, marimba, Sigurður Halldórsson, selló, Björg Brjánsdóttir, flauta, og Bryndís Þórsdóttir, fagott.

Darabúka er bikartromma en á hana er leikið með öllum fingrum. Slíkar trommur eru af ýmsum gerðum og mun Áskell leika á þrjár á tónleikunum.

5. febrúar

HÁTÍÐASALUR HÍ

Vegurinn austur. Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran, og Peter Máté, píanó, frumflytja verk Björns Pálma Pálmasonar Þögult sem járn við ljóð Ko Un í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Einnig verða flutt þrjú lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð eftir Halldór Laxness.

19. febrúar

KAPELLAN Í AÐALBYGGINGU HÍ

Gamlir og nýir tónar. Blóðberg flytur nýja og gamla tónlist eftir Diego Ortiz , Dario Castello, Isaac Albéniz o.fl. Einnig verður frumflutt nýtt verk, Tangó, eftir Harald V. Sveinbjörnsson.

Blóðberg skipa Helga Aðalheiður Jónsdóttir, blokkflauta, Svanur Vilbergsson, gítar, og Kristín Lárusdóttir, selló/víóla da gamba.

11. mars

KAPELLAN Í AÐALBYGGINGU HÍ

Úr djúpinu - samleikur tveggja „djúpra“ hljóðfæra þar sem kannaðar eru ótroðnar slóðir dúó formsins með tilheyrandi frjálsleika og fagurheitum. Sigmar Þór Matthíasson, bassi, og Snorri Heimisson, fagott, flytja þrjú verk eftir Sigmar Þór. Tvö verkanna verða frumflutt á tónleikunum.

25. mars

KAPELLAN Í AÐALBYGGINGU HÍ

Af Sigurdrífu og særingum. Umbra flytur eigið verk með texta úr Sigurdrífumálum, verk Arngerðar Maríu Árnadóttur, Blóðvökvar burt takist, særingakvæði frá 16. öld. Bæði verkin verða frumflutt. Auk þess er á dagskránni Veröld fláa úr þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar.

Umbrur eru Lilja Dögg Gunnarsdóttir, flauta og söngur, Alexandra Kjeld, kontrabassi og söngur, Arngerður María Árnadóttir, harmóníum, keltnesk harpa og söngur, og Guðbjörn Hlín Guðmundsdóttir, fiðla og söngur.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.