Háskólatónleikar | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskólatónleikar

Netspjall

Dagskrá Háskólatónleika á vormisseri 2019 verður sem hér segir:

6. febrúar

KAPELLAN Í AÐALBYGGINGU HÍ
Stirni Ensemble frumflytur verk fyrir flautu og gítar eftir Martial Nardeau sem og nýtt verk eftir Sigurð Árna Jónsson. Á dagskránni er einnig verk fyrir sópran, flautu og gítar eftir Kaija Saariaho. Stirni Ensemble skipa Björk Níelsdóttir, sópran, Hafdís Vigfúsdóttir, flauta, Grímur Helgason, klarínetta, og Svanur Vilbergsson, gítar.

13. febrúar

HÁTÍÐASALUR HÍ
Smávinir úr nótnaskápnum: Áshildur Haraldsdóttir, flauta, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó, flytja verk eftir Mozart, F. Doppler, G. Fauré, O. Messiaen, S. Barber og Atla Heimi Sveinsson.

20. febrúar

KAPELLAN Í AÐALBYGGINGU HÍ
Sungið og leikið á langspil: Eyjólfur Eyjólfsson flytur íslensk, ensk og frönsk þjóðlög, verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar og sjálfan sig. Allar útsetningarnar eru Eyjólfs.

6. mars

KAPELLAN Í AÐALBYGGINGU HÍ
Suður-amerísk tónlist: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, messósópran, og Francisco Javier Jáuregui, gítar, flytja sönglög frá Argentínu, Chile, Kúbu og Brasilíu. Guðrún syngur á spænsku, portúgölsku og íslensku í ljóðaþýðingum eftir Þórarin Eldjárn og Þorstein Gylfason.

TÓNLEIKARNIR HEFJAST KL. 12.30 OG ÞEIM LÝKUR KL. 13.00
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.