Háskólatónleikar | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskólatónleikar

Netspjall

Háskólatónleikar eru tónleikaröð á vegum Háskóla Íslands. Tónleikarnir eru haldnir á miðvikudögum kl. 12:30 í byggingum háskólans.

Háskólatónleikar hafa verið haldnir ár hvert við Háskóla Íslands frá því í kringum 1970. Fyrst voru þeir haldnir í matsal Félagsstofnunar Stúdenta á laugardögum, síðar í Norræna húsinu í hádeginu á miðvikudögum. Tónleikaröðin er þannig fyrir löngu síðan orðin fastur liður af viðburðadagskrá háskólans.

Árlega er auglýst eftir umsækjendum til að halda tónleika. Frumflutningur íslenskrar tónlistar nýtur að öllu jöfnu ákveðins forgangs. Frekari skilyrði má lesa í umsóknarreglum.

Nánari upplýsingar um háskólatónleikana veitir Margrét Jónsdóttir, mjons@hi.is.

Tónleikarnir eru nánar auglýstir á Facebook-síðu háskólatónleika og í viðburðadagatali HÍ.


Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
6 + 6 =
Leystu þetta einfalda dæmi og settu inn niðurstöðuna. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.