Skiptinám
Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla út um allan heim. Í því felast einstök tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af háskólanámi sínu við erlenda háskóla, öðlast alþjóðlega reynslu og skapa sér sérstöðu.
Nemendur geta fengið skiptinámið metið inn í námsferil sinn við Háskólann svo dvölin þarf ekki að hafa áhrif á námstímann.
Ef sótt er um skiptinám í gegnum Nordplus og Erasmus+ áætlanirnar eru ferða- og dvalarstyrkir í boði. Í sumum tilfellum bjóðast einnig styrkir til skiptináms utan Evrópu.
Um skiptinám
Hvers vegna skiptinám?