Hugvísindasvið
Hugvísindasvið Háskóla Íslands býður upp á afar fjölbreytt nám um mannlegt samfélag, tungumál, málvísindi, trúarbrögð, listir, bókmenntir, fornleifafræði, sögu, heimspeki og fleira.
Fréttir
Samfélag nemenda
Rúmlega tvö þúsund nemendur leggja stund á nám við Hugvísindasvið ár hvert. Við skólann myndast því skapandi og líflegt samfélag. Félagsstofnun stúdenta rekur bókakaffi og kaffistofur, mötuneyti, atvinnumiðlun, stúdentagarða og leikskóla.
Starfsmöguleikar að loknu námi
Nám í hugvísindum víkkar sjóndeildarhringinn og veitir þjálfun í að beita gagnrýninni hugsun, greina flókin viðfangsefni og setja fram hagnýtar lausnir á skiljanlegan hátt. Námið veitir fólki færni til að skapa sér sín eigin tækifæri, t.d. í fjölmiðlum, menningarstofnunum, ferðaþjónustu, kennslu, útgáfu, stjórnsýslu og ritstöfum.