Skip to main content

Hugvísindasvið

Hugvísindasvið

Hugvísindasvið Háskóla Íslands býður upp á afar fjölbreytt nám um mannlegt samfélag, tungumál, málvísindi, trúarbrögð, listir, bókmenntir, fornleifafræði, sögu, heimspeki og fleira.

Samfélag nemenda

Rúmlega tvö þúsund nemendur leggja stund á nám við Hugvísindasvið ár hvert. Við skólann myndast því skapandi og líflegt samfélag. Félagsstofnun stúdenta rekur bókakaffi og kaffistofur, mötuneyti, atvinnumiðlun, stúdentagarða og leikskóla.

Nánar um samfélag nemenda.

""

Starfsmöguleikar að loknu námi

Nám í hugvísindum víkkar sjóndeildarhringinn og veitir þjálfun í að beita gagnrýninni hugsun, greina flókin viðfangsefni og setja fram hagnýtar lausnir á skiljanlegan hátt. Námið veitir fólki færni til að skapa sér sín eigin tækifæri, t.d. í fjölmiðlum, menningarstofnunum, ferðaþjónustu, kennslu, útgáfu, stjórnsýslu og ritstöfum. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni, í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is. Þú getur líka fylgst með okkur á Instagram og Facebook.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð Háskólans á Háskólatorgi.

""