
Hugvísindasvið
Hugvísindasvið Háskóla Íslands býður upp á afar fjölbreytt nám um mannlegt samfélag, tungumál, málvísindi, trúarbrögð, listir, bókmenntir, fornleifafræði, sögu, heimspeki og fleira.
Þjónusta

Samfélag nemenda
Rúmlega tvö þúsund nemendur leggja stund á nám við Hugvísindasvið ár hvert. Við skólann myndast því skapandi og líflegt samfélag. Félagsstofnun stúdenta rekur bókakaffi og kaffistofur, mötuneyti, atvinnumiðlun, stúdentagarða og leikskóla.

Starfsmöguleikar að loknu námi
Þeim sem ljúka námi í hugvísindum standa margar dyr opnar þegar komið er út í atvinnulífið. Nám í hugvísindum gefur fólki kost á að skapa sér sín eigin tækifæri, t.d. í fjölmiðlum, menningarstofnunum, ferðaþjónustu, sýningastjórnun, kennslu, útgáfu, þýðingum og stjórnsýslu.