Nemendaskrá Háskóla Íslands heldur skrá yfir alla umsækjendur og nemendur skólans. Skráin er sá grunnur sem allt skipulag háskólanámsins byggist á, svo sem stundaskrár, skipulag prófa, stofubókanir, bókakaup og margt fleira. Staðsetning: Háskólatorgi, 3. hæð.Afgreiðslutími: 10:00-14:00 alla virka daga. Ef óskað er eftir aðstoð við skráningu í nemendakerfi HÍ, Uglu, er best að senda tölvupóst á nemskra@hi.is eða hringja í síma 525-4309. Ef óskað er eftir upplýsingum varðandi rafræna umsókn og stöðu umsóknar er best að senda tölvupóst á umsokn@hi.is eða hringja í síma 525-4309. Hlutverk Nemendaskrár Helstu hlutverk Nemendaskrár í samvinnu við deildir Háskólans: Móttaka rafrænna umsókna um nám. Afgreiðsla umsókna í grunnnám. Umsjón með fylgigögnum umsókna í framhaldsnám. Umsjón með skrásetningu nemenda. Umsjón með skráningu námsframvindu. Innheimta skrásetningargjalds. Brautskráning nemenda úr grunn- og framhaldsnámi. Varðveisla gagna um nemendur og frá umsækjendum. Taka saman fjöldatölur um umsóknir og nemendur. Þjónusta Nemendaskrár Helsta þjónusta sem Nemendaskrá veitir er m.a. að: Afgreiða almennar fyrirspurnir um nám sem berast með tölvupóstum eða í síma. Afgreiða beiðnir frá nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum skólans varðandi skráningu í Uglu. Útgáfa brautskráningaryfirlita fyrrverandi nemenda. Aðstoða við umsókn um nám. Aðstoða við árlega skráningu nemenda. Aðstoða við skráningu námsframvindu og fleira. Skrá inn vottorð vegna veikinda í prófum. Halda utan um fylgigögn með umsóknum. Senda út ýmsar tilkynningar til nemenda um skráningar. Algengar spurningar og svör Áður en fyrirspurn er send til Nemendaskrár gæti verið gagnlegt að skoða algengar spurningar og svör við þeim. Starfsfólk Nemendaskrár Erla Ósk HermannsdóttirVerkefnisstjóri5255156erlaosk [hjá] hi.is Guðrún Gígja JónsdóttirVerkefnisstjóri5255267gudrung [hjá] hi.is Jóna Margrét GuðmundsdóttirVerkefnisstjóri5255257jmg [hjá] hi.is Kristín JónasdóttirSkrifstofustjóri5255155kris [hjá] hi.is María Ósk ÞorvarðardóttirVerkefnisstjóri5255151mariaosk [hjá] hi.is Sólveig Elísabet JacobsenVerkefnisstjóri5255254solveigj [hjá] hi.is Svava GísladóttirVerkefnisstjóri5255823svavag [hjá] hi.is Tatiana SaavedraVerkefnisstjóri5254308tatiana [hjá] hi.is facebooklinkedintwitter