Nemendaskrá Háskóla Íslands heldur skrá yfir alla umsækjendur og nemendur skólans. Skráin er sá grunnur sem allt skipulag námsins byggist á, s.s. stundaskrár, skipulag prófa, stofubókanir, bókakaup og margt fleira. Staðsetning: Háskólatorgi, 3. hæð.Afgreiðslutími: 9:00-15:00 alla virka daga. Ef óskað er eftir aðstoð við skráningu í nemendakerfi HÍ, Uglu, er best að senda tölvupóst á nemskra@hi.is eða hringja í síma 525-4309. Ef óskað er eftir upplýsingum varðandi rafræna umsókn og stöðu umsóknar er best að senda tölvupóst á umsokn@hi.is eða hringja í síma 525-4309. Hlutverk Nemendaskrár Helstu hlutverk Nemendaskrár í samvinnu við deildir Háskólans: Móttaka rafrænna umsókna um nám Afgreiðsla umsókna í grunnnám Umsjón með fylgigögnum umsókna í framhaldsnám Umsjón með skrásetningu nemenda Umsjón með skráningu námsframvindu Innheimta skrásetningargjalds Brautskráning nemenda úr grunn- og framhaldsnámi Varðveisla gagna um nemendur og frá umsækjendum Taka saman fjöldatölur um umsóknir og nemendur Þjónusta Nemendaskrár Helsta þjónusta sem Nemendaskrá veitir er m.a. að: Afgreiða almennar fyrirspurnir um nám sem berast með tölvupóstum eða í síma Afgreiða beiðnir frá nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum skólans varðandi skráningu í Uglu Útgáfa brautskráningaryfirlita fyrrverandi nemenda Aðstoða við umsókn um nám Aðstoða við árlega skráningu nemenda Aðstoða við skráningu námsframvindu og fleira Skrá inn vottorð vegna veikinda í prófum Halda utan um fylgigögn með umsóknum Senda út ýmsar tilkynningar til nemenda um skráningar Algengar spurningar og svör Áður en fyrirspurn er send til Nemendaskrár gæti verið gagnlegt að skoða algengar spurningar og svör við þeim. Starfsfólk Nemendaskrár Árný Lára SigurðardóttirVerkefnisstjóriarnylara [hjá] hi.is Erla Ósk HermannsdóttirVerkefnisstjóri5255156erlaosk [hjá] hi.is Guðrún Gígja JónsdóttirVerkefnisstjóri5255267gudrung [hjá] hi.is Jóna Margrét GuðmundsdóttirVerkefnisstjóri5255257jmg [hjá] hi.is Kristín JónasdóttirSkrifstofustjóri5255155kris [hjá] hi.is María Ósk ÞorvarðardóttirVerkefnisstjóri5255151mariaosk [hjá] hi.is Rosana DavudsdóttirVerkefnisstjóri5255251rosanad [hjá] hi.is Sólveig Elísabet JacobsenVerkefnisstjóri5255254solveigj [hjá] hi.is Tatiana SaavedraVerkefnisstjóri5254308tatiana [hjá] hi.is emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.