Skip to main content

Samstarf Upplýsingatæknisviðs og Háskólana

Upplýsingatæknisvið HÍ sér um þróun Uglu kerfisins í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Háskólann á Hólum, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Listaháskólann.  Samstarfið byggir á samstarfssamningi HÍ, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskólans og Háskólans á Hólum frá 9. maí 2011.  Samkvæmt samkomulaginu þá stýrir HÍ  sem eigandi Uglu þróun kerfisins en hefur gott samráð við samstarfsháskólana.  Fulltrúar frá háskólunum skipa samráðshóp sem fundar 6 sinnum á ári.  Hlutverk hópsins er að gera tillögur að framkvæmdaáætlun Uglu fyrir hvert ár, rýna breytingartillögur á henni sem og rýna afurðir framkvæmdaáætlunar.  Hjá HÍ er starfandi Samskiptastjóri Uglu sem hefur það hlutverk að upplýsa háskólana um Uglu starfið, veita ráðgjöf um Uglu og umsjón með beiðnum frá háskólunum