Doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið | Háskóli Íslands Skip to main content

Doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið

““

Á Heilbrigðisvísindasviði er hægt að stunda fjölbreytt doktorsnám við allar deildir sviðsins. Þar er fyrsta flokks aðstaða til vísindastarfa og leiðbeinendur eru margir hverjir helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum. Heilbrigðisvísindasvið á í nánu samstarfi um kennslu og rannsóknir við margar innlendar og erlendar stofnanir á heimsmælikvarða.

Hægt er að hefja doktorsnám að loknu meistaraprófi frá háskóla. Doktorsnám tekur að jafnaði 3-5 ár.Markmið doktorsnámsins er að veita nemum vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastörf, meðal annars háskólakennslu eða sérfræðingsstörf við rannsóknastofnanir, og önnur ábyrgðarmikil störf í samfélaginu.Doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun frá ORPHEUS (Organisation for PhD Education in Biomedicine and Health Sciences in the European System). Háskóli Íslands er fimmti háskólinn í Evrópu til þess að hljóta vottunina. 

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.