Skip to main content

Rafræn vöktun

Öryggismyndavélar eru mikilvægur hlekkur í öryggiskerfi Háskóla Íslands. Reynslan sýnir að öryggismyndavélar hafa talsverðan fælingarmátt og geta verið ómetanlegar við að upplýsa þjófnaði og skemmdarverk. Þær eru hluti af þeirri viðleitni að verja eigur Háskóla Íslands, starfsmanna hans og nemenda og bæta öryggi á háskólasvæðinu almennt.

Vöktunin fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna Háskóla Íslands í tengslum við eigna- og öryggisvörslu, sbr. 6. tölul. 9. gr. Laga nr. 90/2018 og f-lið 1. mgr. 6. gr. Reglugerðar (ESB) 2016/679. Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er Háskóli Íslands.

Við notkun öryggismyndavéla verður að fylgja reglum nr. 50/2023 um rafræna vöktun. Engum gögnum er safnað um einstaklinga og engin gögn eru geymd lengur en í þrjátíu daga nema sérstök rök séu færð fyrir því.

Á vef Persónuverndar má finna svör við algengum spurningum um öryggismyndavélar og reglur sem um þær gilda.

Það eru öryggismyndavélar við innganga allra bygginga háskólans og víða utanhúss. Myndin hér fyrir neðan sýnir öryggissvæði HÍ, það svæði innan lóðar háskólans þar sem vegfarendur mega vænta þess að lenda inn á sjónsviði öryggismyndavéla en þó er ekki hægt að fullyrða að svæðið sé allt vaktað.

Frekari upplýsingar um réttindi einstaklinga í tengslum við vöktun með öryggismyndavélum má nálgast hjá deildarstjóra fasteignaumsjónar, Birni Auðunni Magnússyni (bam@hi.is) og persónuverndarfulltrúa Háskóla Íslands, Magnúsi Jökli Sigurjónssyni (mjs@hi.is).

Mynd sem sýnir öryggissvæði Háskóla Íslands þar sem vegfarendur mega vænta þess að lenda inn á sjónsviði öryggismyndavéla. Austan Suðurgötu afmarkast svæðið af Suðurgötu, Hringbraut, Sæmundargötu og Sturlugötu, auk nágrennis Öskju. Vestan Suðurgötu afmarkast svæðið af Suðurgötu, Hjarðarhaga, Dunhaga, og Guðbrandsgötu, auk nágrennis Eddu.

Tengt efni