Forseti Heilbrigðisvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins. Hann fer með vald stjórnar sviðsins á milli funda og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs Forseti Heilbrigðisvísindasviðs er Unnur Þorsteinsdóttir, PhD í erfðafræði og rannsóknarprófessor við Læknadeild HÍ. Unnur ÞorsteinsdóttirForseti fræðasviðs5255880uthorsteinsdottir [hjá] hi.is Forseti Heilbrigðisvísindasviðs er ráðinn af rektor að fenginni tillögu valnefndar. Hann er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins, fer með vald stjórnar þess á milli funda og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga. Forseti fræðasviðs ber m.a. ábyrgð á: Útfærslu stefnu Háskóla Íslands á vettvangi fræðasviðs. Öflugri liðsheild og faglegu samstarfi. Tengslum við innlenda og erlenda samstarfsaðila,fjármálum og rekstri fræðasviðs og stofnana sem undir það heyra. Starfsmannamálum. Gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu. Stjórnsýslu og stoðþjónustu fræðasviðsins. Stjórn Stjórn Heilbrigðisvísindasviðs fjallar um sameiginleg málefni sviðsins og hefur eftirlit með fjármálum, rekstri og gæðum starfseminnar. Í stjórn Heilbrigðisvísindasviðs sitja, ásamt forseta sviðsins, deildarforsetar og fulltrúi stúdenta. Stjórn Heilbrigðisvísindasviðs 2022-2023 skipa: Andri Már Tómasson, fulltrúi nemenda Elín Soffía Ólafsdóttir, forseti Lyfjafræðideildar (til vara Berglind Eva Benediktsdóttir) Ellen Flosadóttir, forseti Tannlæknadeildar (til vara Bjarni Elvar Pjétursson) Helga Bragadóttir, forseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar (til vara Guðrún Kristjánsdóttir) María Guðjónsdóttir, forseti Matvæla- og næringarfræðideildar (til vara Ólöf Guðný Geirsdóttir) Ragnar Pétur Ólafsson, forseti Sálfræðideildar (til vara Daníel Ólason) Unnur Þorsteinsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Þórarinn Guðjónsson, forseti Læknadeildar (til vara Runólfur Pálsson) Skipurit Stefna Heilbrigðisvísindasvið gegnir lykilhlutverki í að mennta hæft fólk til starfa í heilbrigðisþjónustunni og til að taka þátt í uppbyggingu og rekstri heilbrigðiskerfis sem þjóðin treystir á. Heilbrigðisvísindasvið hefur því brýnar skyldur við íslenskt samfélag. Stefnuaðgerðir HVS endurspegla þetta mikilvæga hlutverk og eru settar fram í samræmi við HÍ26. Nefndir Á Heilbrigðisvísindasviði starfa ýmsar nefndir í ákveðnum málaflokkum. Nánari upplýsingar um starfandi nefndir og verkefni þeirra er að finna í Uglu (innri vef HÍ) eða hjá skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs. Fastanefndir Heilbrigðisvísindasviðs Doktorsnámsnefnd Erfðafræðinefnd Jafnréttisnefnd Kennslumálanefnd Meistaranámsnefnd Umsjónarmenn framhaldsnáms Vísindanefnd Lög og reglur Í reglum Háskóla Íslands eru meðal annars lög um opinbera háskóla, siðareglur og verklagsreglur. Á Heilbrigðisvísindasviði eru einnig í gildi sérreglur fyrir sviðið og deildirnar. facebooklinkedintwitter