Fyrirhugað er að Menntavísindasvið Háskóla Íslands flytji árið 2024 í Sögu við Hagatorg þar sem áður var Hótel Saga. Í dag fer starfsemi Menntavísindasviðs fram í Stakkahlíð, Skipholti og í Laugardal. Verkefnið er að sameina starfsemi Menntavísindasviðs undir sama þak á háskólasvæði HÍ.Með flutningnum skapast betri skilyrði til þéttara samstarfs við önnur fræðasvið HÍ. Áhersla í háskóla- og vísindastarfi í dag eru þverfræðilegar rannsóknir og samstarf og ýtir flutningur Menntavísindasviðs undir rannsóknarsamstarf um viðfangsefni sem fræðafólk sviðsins sinnir. Starfshópur um flutning Menntavísindasviðs er starfandi og vinnur að þarfagreiningu fyrir starfsemi sviðsins í Sögu með hliðsjón af framtíðarsýn um starfsemi sviðsins. Þá er hópnum ætlað að vera rektor og stjórnendum skólans ráðgefandi varðandi tækifæri og áskoranir við flutning starfseminnar í Sögu. Framkvæmdir á húsinu hófust snemma árs 2022 og er framkvæmdatími flutninga áætlaður frá janúar 2022 og fram til lok árs 2024 þegar fyrirhugað er að Menntavísindasvið taki húsnæðið í notkun. Markmið þessarar síðu er að miðla fréttum af framkvæmdum í Sögu og undirbúningi fyrir flutninga Menntavísindasviðs. Fréttir af framkvæmdum og flutningi MVS Nýr hornsteinn lagður að Sögu - Frétt 21. ágúst 2024 Styttist í flutning Menntavísindasviðs í Sögu - Frétt 30. maí 2024 Húsið ofan á Grillinu á Sögu alls ekki varanlegt - Frétt 27. febrúar 2024 Námssamfélag í Sögu - rætt á sviðsþingi - Frétt 27. nóvember 2023 Stefnt að flutningi Menntavísindasviðs í Sögu í ágúst 2024 - Frétt 20. október 2023 Nýjar sviðsmyndir af vinnurýmum kynntar á misserisþingi MVS - Frétt 2. júní 2023 Fyrstu tillögur að hönnun í Sögu kynntar fyrir starfsfólki 8. maí - Frétt 21. apríl 2023 Samstarf um Sögu og sviðsmyndir væntanlegar í vor - Frétt 27. mars 2023 „Alltaf mikið nám farið fram í þessu húsi“ - Frétt 8. febrúar 2023 Vinnusmiðjur og hönnun Sögu framundan - Frétt 12. janúar 2023 Flutningur Menntavísindasviðs í nýja Sögu - Frétt 23. nóvember 2022 facebooklinkedintwitter