Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti

Með fróðleik í fararnesti er samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem hófst á aldarafmæli HÍ árið 2011. Fræðagöngurnar hafa frá upphafi verið fyrir alla, ekki síst fyrir börn og ungmenni, enda hafa mörg þúsund manns notið þess að rölta með FÍ og HÍ undanfarin ár og þegið fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum, fræðafólki og sérfræðingum Háskólans við nánast hvert fótmál. Hin síðustu ár hefur Ferðafélag barnanna alfarið leitt þetta gjöfula og skemmtilega samstarf.

Í verkefninu Með fróðleik í fararnesti er áhersla á markvissa og skemmtilega fræðslu vísinda- og fræðafólks HÍ til almennings um afar fjölbreytta þætti sem snerta það sem er í fókus í hverri gönguferð. Vísinda- og fræðafólk er sjálft til svara um rannsóknir sínar og miðlar til almennings milliliðalaust. Í göngunum í borarglandinu eða í næsta nágrenni þess er ekki síst vikið að fræðslu um lífríki og umhverfi. Fókus er á sjálfbærni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem umhverfismál og loftslagssviptingar eru í háskerpu. Svo er auðvitað áhersla á mikilvægi virðingar fyrir náttúrunni allri auk þess sem þátttakendur njóta hollrar hreyfingar, útivistar og samveru með fjölskyldunni.

Þetta stórskemmtilega verkefni hlaut Vísindamiðlunarverðlaun Rannís árið 2023.

Ferðir 2024

Með fróðleik í fararnesti hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. 

Ferðirnar eru auglýstar í hvert skipti á forsíðu vefs Háskóla Íslands undir liðnum viðburðir.

""
Tengt efni