Með fróðleik í fararnesti eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum. Þátttaka er ókeypis og öll velkomnin. Það þarf ekki að panta, bara að mæta. Markmið Markmið ferðanna er að: vekja áhuga á fræðslu og hollri útivist fjölga valkostum í ferðum þar sem virk leiðsögn er vekja athygli og áhuga á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins Hverjir eru fararstjórar? Fararstjórar eru frá Ferðafélaginu og Háskóla Íslands. Fyrirhugaðar ferðir 2020 Athugið að dagsetningar geta breyst. Fylgstu með auglýstum ferðunum á vefnum okkar eða skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu sendar upplýsingar um viðburði Háskóla Íslands. Stjörnu- og norðurljósaskoðun 17. janúar, föstudagur kl. 20, farið frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 Fuglarnir fljúga heim: Fuglaskoðun 18. apríl, laugardagur kl. 11, staður auglýstur síðar Fjöruferð í Gróttu 25. apríl, laugardagur kl. 11, farið frá bílastæðinu við Gróttu á Seltjarnarnesi Pöddulíf í Elliðaárdal 11. júní, fimmtudagur kl. 18, farið frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal Sveppasöfnun í Heiðmörk 19. ágúst, miðvikudagur kl. 17, farið frá bílastæðinu við Rauðhóla Hvernig verða fjöllin til? Eldfjallaganga á Helgafell við Hafnarfjörð 10. október, laugardagur kl. 11, farið frá bílastæðinu við Helgafell Stríðsminjar - Öskjuhlíð 31. október. laugardagur, kl. 11, farið frá Perlunni Öskjuhlíð Með fróðleik í fararnesti hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Ferðirnar eru auglýstar í hvert skipti á forsíðu vefs Háskóla Íslands undir liðnum viðburðir. Tengt efni Vísindi á mannamáli facebooklinkedintwitter