Skip to main content

Raunfærnimat

Raunfærnimat - á vefsíðu Háskóla Íslands

Raunfærni

Raunfærni er samanlögð færni og þekking sem náð er með ýmsum hætti í starfi, námi og einkalífi t.d. í gegnum námskeið, félagsstörf og með starfsreynslu.

Raunfærnimat í grunnnámi í leikskólakennarafræði

Haustið 2021 var þróunarverkefni um raunfærnimat í grunnnámi í leikskólakennarafræði hleypt af stokkunum í fyrsta sinn. Í ár er boðið upp á raunfærnimat í nokkrum námskeiðum í grunnnámi í leikskólakennarafræði en einungis þeir sem eru innritaðir á námsleiðina geta sótt um raunfærnimat. Gerð er krafa um 25 ára lífaldur umsækjenda og þriggja ára samfellda starfsreynslu í leikskóla sem staðfesta þarf með starfsvottorði frá vinnuveitanda eða vinnuveitendum. 

Raunfærnimat er viðurkenning á þekkingu og reynslu umsækjenda og getur niðurstaðan orðið á þann veg að umsækjandi sleppur við að sitja námskeið í því sem hann kann nú þegar, sem leiðir til minna álags í námi. 

Kynning

Á þessum kynningarglærum er kynning á raunfærni og farið vel yfir ferlið eins og það er sett upp í deildinni.

Skimunarlisti 

Hér er að finna sýnishorn af skimunarlista fyrir eitt námskeið þar sem spurt er um grunnatriði í einu námskeiði sem er til raunfærnimats.  Eftir að listanum hefur verið skilað er metið hvort einstaklingur eigi erindi í raunfærnimat og sé svo er honum boðið að sækja um raunfærnimat. 

Ef þörf er á frekari upplýsingum er hægt að hafa samband við Láru Hreinsdóttur, verkefnisstjóra og náms- og starfsráðgjafa á larahr@hi.is 

Raunfærnimat á háskólastigi

Menntavísindasvið reið á vaðið með innleiðingu raunfærnimats á háskólastigi með þróunarverkefni sem hófst haustið 2021 og lauk vorið 2022. Að því loknu tók Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) verkefnið út og er skýrsla þeirra hér fyrir neðan. Að auki er þar að finna lokaskýrslu um verkefnið og helstu niðurstöður þess, sem og áhugaverða grein í Netlu.  

Í stuttu máli má segja að þróunarverkefnið hafi gengið vel og í framhaldi var ákveðið að innleiða raunfærnimat fyrir innritaða nemendur í grunnnámi í leikskólakennarafræði við Menntavísindasvið. Þetta er fyrsta skrefið í átt að raunfærnimati á háskólastigi og von til þess að það verði tekið upp á öðrum námsleiðum og þjóni sem fyrirmynd að raunfærnimati á háskólastigi.  

Raunfærnimat á háskólastigi, þróunarverkefni - niðurstöður 

FA Þróunarverkefni – mat á framkvæmd 

Grein í Netlu 

Upplýsingar

Frekari upplýsingar veitir Lára Hreinsdóttir, verkefnisstjóri og náms- og starfsráðgjafi, larahr[at]hi.is