Raunfærnimat | Háskóli Íslands Skip to main content

Raunfærnimat

Raunfærnimat - á vefsíðu Háskóla Íslands

Raunfærni 

Raunfærni er samanlögð færni og þekking sem náð er með ýmsum hætti í starfi, námi og einkalífi t.d. í gegnum námskeið, félagsstörf og með starfsreynslu. 

Raunfærnimat í grunnnámi í leikskólakennarafræði 

Haustið 2021 er þróunarverkefni um raunfærnimat í grunnnámi í leikskólakennarafræði hleypt af stokkunum í fyrsta sinn. Gerð er krafa um 25 ára lífaldur umsækjenda og þriggja ára starfsreynslu í leikskóla. Í fyrstu stendur nemendum á 1. og 2. ári, í grunnnámi í leikskólakennarafræði, til boða að fara í raunfærnimat að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hið sama gildir um nemendur á 3. námsári sem eiga eftir námskeið á 2. ári eða á haustmisseri 3. árs. Ef takmarka þarf fjölda þátttakenda ganga nemendur á 2. ári fyrir og þeir nemendur á 3. ári sem eiga eftir námskeið á 2. ári.  

Raunfærnimat er viðurkenning á þekkingu og reynslu umsækjenda og getur niðurstaðan orðið á þann veg að umsækjandi fær metin námskeið í því sem hann kann nú þegar, sem leiðir til minna álags í námi.  

Ferlið er nú hafið og ekki er tekið við umsóknum að svo komnu máli. Nánari upplýsingar um framhald verkefnisins verða birtar síðar.

Hafa samband

Frekari upplýsingar veitir Lára Hreinsdóttir, verkefnisstjóri, larahr@hi.is, sími: 525 5901.