Skip to main content

Raunfærnimat

Raunfærnimat - á vefsíðu Háskóla Íslands

Raunfærni

Raunfærni er samanlögð færni og þekking sem náð er með ýmsum hætti í starfi, námi og einkalífi t.d. í gegnum námskeið, félagsstörf og með starfsreynslu.

Raunfærnimat í grunnnámi í leikskólakennarafræði

Haustið 2021 var þróunarverkefni um raunfærnimat í grunnnámi í leikskólakennarafræði hleypt af stokkunum í fyrsta sinn. Gerð var krafa um 25 ára lífaldur umsækjenda og þriggja ára starfsreynslu í leikskóla. 

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á raunfærnimat í námskeiðum í grunnnámi skólaárið 2022-2023. Nokkur námskeið verða í boði til raunfærnimats og dreifast þau á árin þrjú í grunnnámi. Í september verður upplýsingasíðan uppfærð og kemur þá fram hvaða námskeið verða í boði. Raunfærnimat fer fram í október, fyrir námskeið sem kennd eru á vormisseri og vorið 2023, fyrir námskeið kennd á haustmisseri. Allir nemendur í grunnnámi fá sendar nánari upplýsingar í tölvupósti um mánaðamótin ágúst/september. 

Raunfærnimat er viðurkenning á þekkingu og reynslu umsækjenda og getur niðurstaðan orðið á þann veg að umsækjandi sleppur við að sitja námskeið í því sem hann kann nú þegar, sem leiðir til minna álags í námi.  

Upplýsingar

Frekari upplýsingar veitir Lára Hreinsdóttir, verkefnisstjóri, larahr@hi.is, sími: 525 5901.