Raunfærni Raunfærni er samanlögð færni og þekking sem náð er með ýmsum hætti í starfi, námi og einkalífi t.d. í gegnum námskeið, félagsstörf og með starfsreynslu. Raunfærnimat í grunnnámi í leikskólakennarafræði Haustið 2021 var þróunarverkefni um raunfærnimat í grunnnámi í leikskólakennarafræði hleypt af stokkunum í fyrsta sinn. Skólaárið 2022-2023 hefur verið ákveðið að bjóða upp á raunfærnimat í nokkrum námskeiðum í grunnnámi. Raunfærnimat fyrir námskeið sem kennd eru á vormisseri fer fram í október og nóvember og vorið 2023, fyrir námskeið sem kennd eru á haustmisseri. Gerð er krafa um 25 ára lífaldur umsækjenda og þriggja ára starfsreynslu í leikskóla. Raunfærnimat er viðurkenning á þekkingu og reynslu umsækjenda og getur niðurstaðan orðið á þann veg að umsækjandi sleppur við að sitja námskeið í því sem hann kann nú þegar, sem leiðir til minna álags í námi. Kynningarmyndband Í þessu myndbandi er kynning á raunfærnimati í grunnnámi í leikskólakennarafræði. Farið er yfir hvað það felur í sér, hver þátttökuskilyrði eru, hvaða námskeið eru í boði og fleira. Skimunarlisti Hér er að finna sýnishorn af skimunarlista fyrir þau námskeið sem voru í boði til raunfærnimats vorið 2023. Í skimunarlistanum er spurt um grunnatriði námskeiða sem eru til raunfærnimats og þegar honum hefur verið skilað inn er metið hvort einstaklingur eigi erindi í raunfærnimat eða ekki. Frestur til að skila inn skimunarlista á vormisseri 2023 er liðinn (1. febrúar) og ekki tekið við fleiri umsóknum að svo komnu máli. Opnað verður fyrir umsóknir á nýjan leik í haust og þá fyrir nokkur námskeið sem eru kennd á vormisseri. Upplýsingar Frekari upplýsingar veitir Lára Hreinsdóttir, verkefnisstjóri og náms- og starfsráðgjafi, larahr[at]hi.is facebooklinkedintwitter