Háskólavinir | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskólavinir

Vertu Háskólavinur

Allir geta orðið vinir Háskóla Íslands, núverandi og fyrrverandi nemendur, starfsmenn, fyrirtæki, stofnanir og í raun allir þeir sem unna hag skólans. Með því að virkja og rækta tengslin við Háskóla Íslands bjóðast upplýsingar um viðburði á vegum skólans en Háskólinn stendur fyrir fjölda fyrirlestra og ráðstefna um mál sem varða rannsóknir, umhverfi, lífríki og samfélög. Auk þess verður einfalt að fá allskyns fróðleik um rannsóknir og annað fjölbreytt starf skólans. Virk aðild gefur kost á að rækta tengslin við fræðasvið og deildir Háskóla Íslands án endurgjalds. Slíkt getur auðveldlega endurvakið tengsl við fyrrum samnemendur og kennara.

Hverjir eru Háskólavinir?

Allir geta orðið vinir Háskóla Íslands, núverandi nemendur, fyrrverandi nemendur, stundum kallaðir Alumni og aðrir velunnarar Háskólans. Einnig er hægt að verða Háskólavinur sem lærimeistari, mentor.

Með því að virkja tengsl þín við Háskóla Íslands bjóðast þér upplýsingar um atburði á vegum skólans, svo sem fyrirlestra og ráðstefnur. Virk aðild gefur einnig kost á að rækta tengsl við fræðasvið og deildir Háskóla Íslands, án endurgjalds. Slík tenging getur endurvakið tengsl við fyrrum samnemendur og kennara.

Hafðu samband

Frekari upplýsingar um Háskólavini er unnt að fá með því að senda tölvupóst á netfangið elisabets@hi.is.

Skráning á póstlista Háskólavina