Skip to main content

Háskólavinir

Vertu Háskólavinur

Öll geta orðið vinir Háskóla Íslands, núverandi og fyrrverandi nemendur, starfsmenn, fyrirtæki, stofnanir og öll þau sem unna hag skólans. Með því að virkja og rækta tengslin við skólann geturðu fengið upplýsingar um spennandi viðburði á vegum skólans auk alls kyns fróðsleiks um skólastarfið.

Hvað verður um útskrifaða doktora frá Háskóla Íslands?

Á annað þúsund doktorar hafa brautskráðst frá Háskóla Íslands frá stofnun skólans. Hvaða störf stunda brautskráðir doktorar við Háskóla Íslands að námi loknu og hvar í heiminum starfa þeir? Svarið við því fæst á vef sem helgaður er útskrifuðum doktorum.

Hvað eru fyrrverandi og núverandi doktorsnemar að fást við í sínum störfum?

Sjáðu um hvað námið snýst

Hverjir eru Háskólavinir?

Allir geta orðið vinir Háskóla Íslands, núverandi nemendur, fyrrverandi nemendur, stundum kallaðir Alumni og aðrir velunnarar Háskólans. Einnig er hægt að verða Háskólavinur sem lærimeistari, mentor.

Með því að virkja tengsl þín við Háskóla Íslands bjóðast þér upplýsingar um atburði á vegum skólans, svo sem fyrirlestra og ráðstefnur. Virk aðild gefur einnig kost á að rækta tengsl við fræðasvið og deildir Háskóla Íslands, án endurgjalds. Slík tenging getur endurvakið tengsl við fyrrum samnemendur og kennara.

Hafðu samband

Frekari upplýsingar um Háskólavini er unnt að fá með því að senda tölvupóst á netfangið marksam@hi.is

Skráning á póstlista Háskólavina