Skip to main content

Starfsnám

Starfsnám hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna og Sendinefnd Íslands er í boði fyrir nemendur í alþjóðasamskiptum. Starfsnámsstöður verða auglýstar af skrifstofu deildar. Nemendum kann einnig að standa til boða starfsnám hjá Utanríkisráðuneyti og verða þær stöður þá auglýstar á sama hátt.

Farið er fram á að starfsnám verði að lágmarki 160 klst/4 vikur (6ECTS) og má vera 320klst/8 vikur (12ECTS) (starfsnám hjá UTN er þó undanþegið þessari reglu). Það má vera lengra ef samkomulag er milli starfsnema og stofnunar, en verður þó aldrei metið til fleiri en 12 eininga og hver nemandi fær að hámarki 12ECTS í starfsnámi metið til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum. Starfsnám má fara fram í hlutastarfi en þarf að eiga sér stað á einu skólaári. Auk vinnuframlags skal starfsnemi skila staðfestingu stofnunar á fjölda tíma sem starfsnámið var og dagbók til deildarskrifstofu að starfsnámi loknu.

Nemendur í alþjóðasamskiptum geta sótt um til deildar að fá annað starfsnám metið. Slík umsókn þarf að hljóta samþykki deildar áður en starfsnám hefst. Sömu kröfur eiga við um slíkt starfsnám og það sem fjallað er um hér að framan. Að auki þarf nemandi að sýna fram á að námið hafi hagnýta og fræðilega tengingu við námið og lýsing á verkefnum starfsnema þurfa að fylgja umsókn. Starfsnám sem var lokið áður en nemandi hóf meistaranám í alþjóðasamskiptum við HÍ fæst ekki metið.

Nemendur þurfa að hafa lokið 30 einingum áður en starfsnámið hefst og  skal námskeið ASK110F Institutions and Decision making in the European Union vera hluti af þeim fyrir nemendur sem fara í starfsnám til Sendinefndar ESB á Íslandi. Utanríkisráðuneytið gerir kröfu um að 60 einingum sé lokið áður en starfsnámið hefst.