Kennslusvið Háskóla Íslands fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, náms- og starfsráðgjöf, kennslumál og próf. Skrifstofa kennslusviðs er á 1. hæð í Setbergi, húsi kennslunnar. Símar 525-4002 og 525-5833, netfang kennslusvid [hjá] hi.is. Almennur þjónustutími er kl. 9–15 virka daga. Hlutverk Hlutverk kennslusviðs er að annast sameiginleg málefni sem varða kennslu, nám og próf. Kennslusvið fer með inntöku og skrásetningu stúdenta, sér um mat á námi, veitir náms- og starfsráðgjöf og annast skipulagningu og framkvæmd prófa. Sviðið stuðlar að þróun kennsluhátta, annast stefnumótun og innleiðingu rafrænna kennsluhátta og hefur umsjón með kennslukönnunum og útgáfu kennsluskrár. Starfsfólk skrifstofu kennslusviðs annast ýmis málefni sem varða stjórnsýslu skólans og vinnur náið með nefndum og ráðum háskólaráðs og með rektorsskrifstofu. Ábyrgð á hæfi og skipun prófdómara er hjá skrifstofu kennslusviðs. Skrifstofan hefur m.a., í samvinnu við rektorsskrifstofu, umsjón með útgáfu og endurskoðun á sameiginlegum reglum Háskólans og öðrum reglum sem háskólaráð hefur sett fyrir skólann í heild eða fyrir einstakar deildir og stofnanir. Starfseiningar Deild rafrænna kennsluhátta Deild rafrænna kennsluhátta annast stefnumótun og innleiðingu á ýmsum rafrænum lausnum í kennslu. Auk þess þjónustar deildin öll upptökumál fyrir Háskóla Íslands. Deildin er staðsett á 1. hæð í Setbergi, húsi kennslunnar. Starfsfólk Páll Ásgeir TorfasonDeildarstjóri5255486pallasgeir [hjá] hi.is Tryggvi Már GunnarssonVerkefnisstjóri5254343tryggvimar [hjá] hi.is Ármann Hákon GunnarssonVerkefnisstjóri5255472armann [hjá] hi.is Gústav Kristján GústavssonTæknimaður5255935gustav [hjá] hi.is Nazar ByelinskyyVerkefnisstjórinaz [hjá] hi.is Rafn RafnssonVerkefnisstjóri5254928rafnrafn [hjá] hi.is Kennslumiðstöð Kennslumiðstöð er á 2. hæð í Setbergi, húsi kennslunnar. Sími: 525-4447 Netfang: kennslumidstod [hjá] hi.is Starfsfólk Kennslumiðstöðvar veitir kennurum Háskóla Íslands faglega aðstoð við þróun kennsluhátta. Auk almennrar ráðgjafar og þróunarstarfa er lögð áhersla á símenntunarnámskeið fyrir kennara á sviði upplýsingatækni og kennslufræði. Kennslumiðstöð veitir kennslufræðilega og tæknilega ráðgjöf varðandi fjarnám. Nánari upplýsingar er að finna á vef Kennslumiðstöðvar. Matsskrifstofa Matsskrifstofa annast samhæfingu verkefna sem tengjast umsóknum um nám við HÍ og mati á þeim, einkum erlendum umsóknum í grunnnám og framhaldsnám, auk umsókna um undanþágu frá formlegum inntökuskilyrðum í grunnnám. Auk þess gegnir skrifstofan hlutverki ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu um mat og viðurkenningu náms, samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Matsskrifstofa er staðsett á 3. hæð í Setbergi, húsi kennslunnar. Netfang enicnaric [hjá] hi.is. Starfsfólk Gísli Fannberg, deildarstjóri, gf [hjá] hi.is, s. 525 5256 Ína Dögg Eyþórsdóttir, verkefnisstjóri, ina [hjá] hi.is, s. 525 5452 Nánari upplýsingar eru á vef Matsskrifstofu. Náms- og starfsráðgjöf Náms- og starfsráðgjöf veitir nemendum háskólans m.a. ráðgjöf um námsval og vinnubrögð og leggur til úrræði vegna fötlunar og sérþarfa. Upplýsingar má nálgast á vef Náms- og starfsráðgjafar. Nemendaskrá Nemendaskrá annast skrásetningu allra nemenda Háskólans og varðveitir gögn um námsframvindu þeirra, skráningu í námskeið, próf og einkunnir. Prófstjóri og prófaskrifstofa Prófstjóri er Hreinn Pálsson Netfang: profstjori [hjá] hi.is Sími: 525-4361 Prófstjóri semur próftöflu og annast undirbúning og stjórn almennra prófa, í samráði við stjórnsýslu fræðasviða og deilda og með fulltingi prófaskrifstofu kennslusviðs. Umsýsla prófgagna og dreifing þeirra í prófstofur er í höndum prófaskrifstofu, svo og afhending úrlausna til kennara. Prófaskrifstofa hefur einnig yfirumsjón með rafrænu prófhaldi. Ritver Ritver Háskóla Íslands er með tvær starfsstöðvar, í bókasafni Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu (Landsbókasafni). Randi W. Stebbins hefur yfirumsjón með þjónustu ritversins og er með aðsetur í Setbergi, stofu 104 á jarðhæð. Ritverinu er ætlað að vera miðstöð þekkingar, þjónustu og rannsókna hvað varðar fræðileg skrif, bæði fyrir stúdenta og kennara. Netfang: rws [hjá] hi.is Sími: 525-5843 Þjónustuborð Háskólatorgi Þjónustuborð Háskólatorgi veitir nemendum þjónustu af ýmsu tagi. Þar má m.a. fá ýmis vottorð og yfirlit yfir námsferla, skila veikindavottorðum, kaupa prentkvóta, skrá sig í námskeið Náms- og starfsráðgjafar, fá lykilorð vegna Uglu og nálgast stúdentakort. Starfsfólk Skrifstofa kennslusviðs Skrifstofa kennslusviðs er á 1. hæð í Setbergi, húsi kennslunnar. Símar: 525-4002 og 525-5833 Netfang: kennslusvid [hjá] hi.is Almennur þjónustutími er kl. 9–15 virka daga Kolbrún EinarsdóttirDeildarstjóri5255833kei [hjá] hi.is Margrét LudwigDeildarstjóri5254002ml [hjá] hi.is Rakel Ósk ReynisdóttirVerkefnisstjóri5255405rakelosk [hjá] hi.is Róbert H. HaraldssonSviðsstjóri kennslumála5254277robhar [hjá] hi.is Sveinn KlausenRitstjóri5254359sveinnkl [hjá] hi.is Prófaskrifstofa Prófaskrifstofa er á 3. hæð í Setbergi, norðurálmu sími 525-5278 og 525-4361 netfang profstjori [hja] hi.is Miðstöð fjarprófa er á sama stað sími 525-5910 netfang fjarprof [hjá] hi.is Björg SigurðardóttirVerkefnisstjóri5255910bjorgsi [hjá] hi.is Guðmundur Hafsteinn ViðarssonVerkefnisstjóri5254312ghv [hjá] hi.is Hreinn PálssonPrófstjóri5254361hpal [hjá] hi.is Matthías Sigurður MagnússonVerkefnisstjóri5254341mattim [hjá] hi.is Ólafur Freyr HjálmssonVerkefnisstjóri5255227ofh [hjá] hi.is Sigurður Ingi ÁrnasonVerkefnisstjóri5255278sia7 [hjá] hi.is Þorgeir Freyr SveinssonVerkefnisstjóri5255910thfs [hjá] hi.is Samstarfsnefndir Kennslumálanefnd Hafa samband Skrifstofa kennslusviðs Símar: 525-4002 og 525-5833 Netfang: kennslusvid [hjá] hi.is Prófaskrifstofa Símar: 525-5278 og 525-4361 Netfang: profstjori [hjá] hi.is Kennsluskrá Sími: 525-4359 Netfang: kennsluskra [hjá] hi.is Þjónustuborð Háskólatorgi Sími: 525-5800 Netfang: haskolatorg [hjá] hi.is Raunfærnimat á háskólastigi - skýrsla vinnuhóps Raunfærnimat er leið til að gefa einstaklingum tækifæri til að fá þekkingu sína og færni, sem þeir hafa öðlast utan hefðbundins menntakerfis, metna inn í formlegt nám og hækka þannig formlegt menntunarstig þeirra. Raunfærnimat á háskólastigi getur bæði verið til inngöngu í háskólanám og einnig til styttingar náms á háskólastigi. Samkvæmt tilmælum frá Ráðherraráði Evrópusambandsins er mælt með því að öll lönd Evrópusambandsins innleiði raunfærnimat á öllum skólastigum fyrir lok árs 2018. Háskóli Íslands stofnaði vinnuhóp í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Háskólann í Reykjavík til að kanna hvernig staðan á raunfærnimati á háskólastigi væri í nágrannalöndunum og hvernig háskólar á Íslandi gætu hafið vinnu við innleiðingu á raunfærnimati. Niðurstöður vinnuhópsins eru birtar í skýrslunni sem hér er að finna. Raunfærnimat á háskólastigi - skýrsla vinnuhóps emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.