Námsráðgjöf | Háskóli Íslands Skip to main content

Námsráðgjöf

Netspjall

Náms- og starfsráðgjafar NSHÍ veita verðandi og skráðum nemendum Háskóla Íslands upplýsingar um námsframboð og ráðgjöf um námsval í opnum viðtalstímum.

Nemendur geta einnig fengið ráðgjöf og stuðning í fyrirfram bókuðum viðtölum, á skrifstofu NSHÍ eða í síma 525-4315. Náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á viðtöl eru: Ásta Gunnlaug Briem, Ástríður Margrét Eymundsdóttir, Inga Berg Gísladóttir, Jóhanna Sólveig Lövdahl (í leyfi), Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Laufey Guðný Kristinsdóttir og Lýdía Kristín Sigurðardóttir.

Háskólanemendum standa til boða námskeið, vinnustofur og örfyrirlestrar, svo sem um vinnubrögð í námi, notkun hugkorta, frestun og vinnu við lokaverkefni. Þeir sem vilja geta jafnframt nýtt sér gagnlegt efni á vef NSHÍ.Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.