Skip to main content

Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar eru talsmenn nemenda þar sem trúnaðar er gætt í hvívetna. Þeir veita m.a. upplýsingar um nám og ráðgjöf um námsval. Til þeirra má einnig leita með ýmiss konar persónuleg og félagsleg mál sem tengjast skólanum og líðan. Þú getur bókað viðtal við ráðgjafa hér. Á hverju misseri er boðið upp á fjölbreytta fyrirlestra tengda námstækni og námskeið um hagnýt ráð þegar hefja á skrif á lokaverkefni í grunnnámi.

Þú getur auðveldað þér námsvalið með því að skoða námsleiðir Háskóla Íslands í námsvalshjólinu og fengið gagnlegar leiðbeiningar um námsval þitt hér. Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað þig við að skoða hvar áhugasvið þitt liggur og hverjir styrkleika þína eru. Að auki getur þú tekið styrkleikakönnun á netinu. Sjá einnig gagnlegt efni hér fyrir neðan.