Lífvísindasetur | Háskóli Íslands Skip to main content

Lífvísindasetur

Netspjall

Lífvísindasetur Háskóla Íslands er formlegt samstarf rannsóknahópa í sameinda- og lífvísindum. Megin markmið Lífvísindaseturs HÍ er að stuðla að og efla rannsóknir í lífvísindum með uppbyggingu og rekstri kjarnaeininga. Þannig er reynt að tryggja að nýjasta tækni og aðferðir séu til staðar sem nýtast öllum rannsóknahópum og stofnunum setursins. Samstarf rannsóknahópa setursins leiðir til betri nýtingu á tækjabúnaði og hagkvæmari rekstrareininga. Lífvísindasetur HÍ hefur heimilisfesti við Læknadeild en setrinu tengjast rannsóknahópar við aðrar deildir Háskóla Íslands svo sem Lyfjafræðideild, Líf- og umhverfisvísindadeild og Raunvísindadeild. Auk þess tengjast rannsóknahópar á öðrum stofnunum setrinu, svo sem á Landspítala, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Akureyri, Landbúnaðarháskólanum, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Krabbameinsfélagi Íslands.  Rannsóknahópar þessir eiga það sameiginlegt að stunda rannsóknir á ýmsum sviðum lífvísinda svo sem sameindalíffræði krabbameins, starfsemi og sérhæfingu stofnfruma, taugalíffræði, stjórnun genatjáningar, erfðalækninga, næringar og matvælafræði, auk ýmissa sviða lífeðlisfræðinnar og þroskunar- og þróunarfræði. Starfsmenn setursins koma einnig að kennslu innan Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og Verk- og náttúruvísindasviðs HÍ, bæði í grunnámi og framhaldsnámi. Í tengslum við Lífvísindasetrið er starfrækt öflugt prógram fyrir nemendur í framhaldsnámi í lífvísindum (Graduate Programme in Life and Molecular Sciences) þar sem boðið er reglulega upp á erlenda öndvegisfyrirlestra, sérhæfð námskeið í lífvísindum og árlega spekigleði.

Staðsetning: Læknagarður, 5. hæð
Netfang: bmc@hi.is
Heimasíða Lífvísindaseturs
Forstöðumaður:

Sigríður Klara BöðvarsdóttirForstöðumaður5255852skb [hjá] hi.is

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
12 + 0 =
Leystu þetta einfalda dæmi. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.