Skip to main content

Umsókn um starfsþjálfunarstyrk

Frestur til að sækja um Erasmus+ styrki til starfsþjálfunar er til og með 1. apríl ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi). Heimilt er að sækja um eftir auglýstan umsóknarfrest en þeir sem sækja um fyrir 1. apríl hafa forgang við úthlutun styrkja. Sótt er um styrkinn til Alþjóðasviðs. Einnig þarf ábyrgðaraðili deildar/fags eða leiðbeinandi að gefa samþykki sitt fyrir starfsþjálfuninni en það er gert með undirritun skjalsins hér að neðan Lýsing og ávinningur starfsþjálfunar.

Nemendur sem hyggja á starfsþjálfun þurfa að sinna árlegri skráningu líkt og aðrir nemendur og greiða skráningargjald við HÍ. Hægt er að skrá sig án þess að velja námskeið fyrir komandi skólaár og er starfsþjálfunarnemum ráðlagt að gera það. Nemendur sem hyggja á starfsþjálfun eftir útskrift eru undanþegnir þessu.