Skip to main content

Rannsóknasetur Háskóla Íslands

Stofnun rannsóknasetra HÍ

Markmið stofnunarinnar er að stuðla að rannsóknum, menntun og leiðbeiningu framhaldsnema víða um land, ásamt því að vera vettvangur samstarfsverkefna háskólans við nærumhverfi og nærsamfélög rannsóknasetranna með samstarfi við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.

Með þeim hætti leggja rannsóknasetrin af mörkum við að efla tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Vísindamenn við rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi skoða tjaldsunga

Megin verkefni

Á rannsóknasetrunum eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir en meðal viðfangsefna eru:

  • Náttúruvísindi
  • Lífríki hafsins
  • Umhverfi og landnýting
  • Hvalir, fiskar og fuglar
  • Ferðamál
  • Bókmenntir
  • Sagnfræði
  • Þjóðfræði og fornleifafræði
Ragnar Edvardsson kafar

Nánar um stofnunina

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands heyrir undir rektor og byggist á níu faglega sjálfstæðum rannsóknasetrum sem eru staðsett víðsvegar um landið. Stofnunin var sett á fót árið 2001 með stofnun Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. 

Samkvæmt reglum Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands skipar háskólaráð stofnuninni fimm manna ráðgefandi nefnd til þriggja ára í senn. 

Árlega er haldinn ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands og ársskýrsla gefin út. 

Hafðu samband

Forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ er Sæunn Stefánsdóttir

Aðalbygging Háskóla Íslands /A-116
102 Reykjavík

Sími: 525 4041 og 892 8835