Skip to main content

Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista

Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista - á vefsíðu Háskóla Íslands

Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista (MSHL) er vettvangur fyrir uppbyggingu, vistun, samráð um þróun og aðgengi að stafrænum gagnabönkum í hugvísindum og listum, og fyrir rannsóknir sem byggja á þessum gagnabönkum.

Gagnabankarnir ná bæði yfir málleg gögn, þ.e. texta og tungumál, og gögn í öðru formi, eins og myndir, myndbönd, þrívíddarmódel, hljóð og myndlist á stafrænu formi. MSHL mun halda utan um þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á sviði stafrænna rannsóknarinnviða í hugvísindum og listum og hafa opið aðgengi að gögnum að leiðarljósi.

MSHL er samstarf tíu stofnana um innviðakjarna í hugvísindum og listum. Stafræn hugvísindi (e. digital humanities) er ört vaxandi rannsóknasvið á mörkum hugvísinda og upplýsingatækni. Í stafrænum hugvísindum er aðferðum upplýsingatækni beitt á viðfangsefni hugvísinda og lista, sem opnar fyrir nýjar þverfaglegar rannsóknir og viðfangsefni og fyrir ný tækifæri fyrir miðlun rannsókna og niðurstaðna þeirra.

 

Umsjón með verkefni fyrir hönd Háskóla Íslands

  • Hugvísindasvið

Tengiliður: Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs 

Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er 525 milljónir króna. Uppbyggingartími er á árunum 2021 til og með 2025.

""
Tengt efni