Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista | Háskóli Íslands Skip to main content

Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista

Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista - á vefsíðu Háskóla Íslands

Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista (MSHL) er vettvangur fyrir uppbyggingu, vistun, samráð um þróun og aðgengi að stafrænum gagnabönkum í hugvísindum og listum, og fyrir rannsóknir sem byggja á þessum gagnabönkum.

Gagnabankarnir ná bæði yfir málleg gögn, þ.e. texta og tungumál, og gögn í öðru formi, eins og myndir, myndbönd, þrívíddarmódel, hljóð og myndlist á stafrænu formi. MSHL mun halda utan um þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á sviði stafrænna rannsóknarinnviða í hugvísindum og listum og hafa opið aðgengi að gögnum að leiðarljósi.

MSHL er samstarf tíu stofnana um innviðakjarna í hugvísindum og listum. Stafræn hugvísindi (e. digital humanities) er ört vaxandi rannsóknasvið á mörkum hugvísinda og upplýsingatækni. Í stafrænum hugvísindum er aðferðum upplýsingatækni beitt á viðfangsefni hugvísinda og lista, sem opnar fyrir nýjar þverfaglegar rannsóknir og viðfangsefni og fyrir ný tækifæri fyrir miðlun rannsókna og niðurstaðna þeirra.

 

Umsjón með verkefni fyrir hönd Háskóla Íslands

  • Hugvísindasvið

Tengiliður: Guðmundur Hálfdánarson, prófessor

Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er 525 milljónir króna. Uppbyggingartími er á árunum 2021 til og með 2025.

""
Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.