Stúdentar og starfsfólk geta sótt bókasafnsþjónustu á ýmsa staði. Bókasafnsskírteini eru án endurgjalds. Í Bóksölu stúdenta og á skiptibókamörkuðum fást kennslubækur fyrir flest námskeið í Háskóla Íslands. Bókasöfn Háskóla Íslands Stúdentar og starfsfólk geta sótt bókasafnsþjónustu á ýmsa staði. Bókasafnsskírteini eru án endurgjalds. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn – Safnkostur á öllum efnissviðum. Safnið er bókasafn Háskóla Íslands samkvæmt lögum nr. 71/1994. Það rekur nokkur útibú í tengslum við lestraraðstöðu á vegum Háskóla Íslands. Á safninu er hægt að fá bækur að láni, nota námsbókasafn, hlusta á geisladiska og horfa á myndbönd, nálgast íslensk og útlensk tímarit og skoða lokaritgerðir nemenda við Háskóla Íslands. Þar er einnig aðgangur að rafrænum gagnasöfnum í eigu og áskrift safnsins, upplýsingaþjónusta, notendaþjónusta og sala ljósritunarkorta. Um 400 sæti við borð eru á safninu auk fjölmargra sæta við tölvur. Bókasafn Lagadeildar Bókasafn Lagadeildar er á 3. hæð í Lögbergi, húsi Lagadeildar, sími 525-4372. Bókasafnið er stærsta lagabókasafn landsins en bækurnar eru almennt ekki til útláns. Starfsmaður bókasafnsins er Guðmundur Ingi Guðmundsson (gig@landsbokasafn.is). Bókasafn Menntavísindasviðs Bókasafn Menntavísindasviðs – Safnkostur einkum á sviði menntavísinda. Í safninu er sérstakt kennslugagnasafn fyrir leik- og grunnskólastig þar sem stúdentum er leiðbeint um námsgögn og kennsluaðferðir í undirbúningi fyrir vettvangsnám. Upplýsingaþjónusta og aðstoð við heimildaleit er veitt í safninu og kennsla í upplýsingaöflun er felld inn í inngangsnámskeið í upphafi náms. Heilbrigðisvísindabókasafn Heilbrigðisvísindabókasafn – Safnkostur einkum á sviði heilbrigðisvísinda. Veitir starfsmönnum LSH sem og nemendum og kennurum við Heilbrigðisvísindasvið aðgang að þekkingu sem þeir þurfa í námi og starfi. Skemman Skemman er rafrænt gagnasafn sem heldur utan um lokaverkefni nemenda og rannsóknarrit kennara og fræðimanna. Í Skemmunni má nálgast lokaverkefni nemenda úr: Háskóla Íslands Háskólanum á Akureyri Háskólanum á Bifröst Háskólanum í Reykjavík Landbúnaðarháskóla Íslands Listaháskóla Íslands. Önnur sérsöfn Í Eirbergi er safn fyrir hjúkrunarfræðinema og læknanema. Í Haga er safn fyrir nemendur í lyfjafræði, í Lögbergi fyrir laganema og í Norræna húsinu fyrir nemendur í norrænum tungumálum. Bókasafn í Öskju er fyrir nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Bóksala og skiptibókamarkaður Skiptibókamarkaði er að finna í smáauglýsingum í Uglunni og á skiptibokamarkadur.is. Einnig reka nokkrar deildir og nemendafélög bóksölu fyrir sína nemendur. Bóksala stúdenta Bóksala stúdenta selur nemendum allar námsbækur sem þeir þurfa, ritföng og önnur námsgögn. Á vef Bóksölunnar geta nemendur fundið bókalista fyrir flest námskeið sem í boði eru við Háskóla Íslands og pantað bækur á vefnum. Í byrjun hvers misseris kemur bóksalan einn dag á Laugarvatn og þjónustar nemendur með það helsta. Bóksala Menntavísindasviðs Bóksala Menntavísindasviðs er staðsett í skólahúsinu við Stakkahlíð og selur kennslubækur einkum á sviði kennslu, uppeldis og umönnunar. Þar er einnig hægt að fá stílabækur, möppur og fleiri smávörur vegna námsins. emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig (þarf ekki að fylla út). Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.