Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er Þjónustuborðið Háskólatorgi oft fyrsti viðkomustaðurinn. Staðsetning: Háskólatorg, Sæmundargötu 4, 102 ReykjavíkAfgreiðslutími: 8:30-16:30 mán.-fim. og 8:30-15:00 fös.Netspjall: Opið 9-16 mán.-fim. og 9-15 á fös.Netfang: haskolatorg@hi.isSími: 525-5800Símbréf: 525-5802Þjónustuborðið veitir margvíslega þjónustu fjölbreyttum hópi nemenda, starfsfólks og annarra sem til skólans leita. Starfsemi Þjónustuborðs Á Þjónustuborðinu: má fá ýmis vottorð, námsferilsyfirlit, brautskráningaryfirlit og námskeiðalýsingar. eru afhent stúdentakort með auknum aðgangi en sótt er um kortið í Uglu, innri vef skólans. er hægt að kaupa prentkvóta. skrá nemendur sig í námskeið hjá Náms- og starfsráðgjöf. er hægt að fá lykilorð fyrir Uglu. er hægt að kaupa aðgang í íþróttahúsið. er tekið á móti læknisvottorðum vegna veikinda í lokaprófum en vottorð vegna veikinda í hlutaprófum eiga að berast á skrifstofu deildar eða til viðkomandi kennara. Starfsmenn Þjónustuborðsins sjá einnig um bókanir í fundarherbergi Háskólatorgs. Ýmis önnur þjónusta er veitt á Þjónustuborðinu og geti starfsmenn ekki afgreitt málið vísa þeir því rétta leið. Hægt er að senda erindi í tölvupósti á netfangið haskolatorg@hi.is og er því svarað eins fljótt og auðið er. Þú getur einnig haft samband við okkur í gegnum netspjall hér hægra megin á síðunni. Netspjallið er opið frá kl. 9:00-16:00 mán.-fim. og 9:00-15 fös. Fyrir þá sem vilja fá gögn send, hvort sem er í bréfpósti eða tölvupósti (ath. að ekki er hægt að fá staðfest afrit af brautskráningarskírteinum á rafrænu formi) er hægt að panta með því að senda tölvupóst á haskolatorg@hi.is. Algengar spurningar og svör Áður en fyrirspurn er send til Þjónustuborðsins gæti verið gagnlegt að skoða algengar spurningar og svör við þeim. Starfsmenn Þjónustuborðsins Vinsamlegast notið netfangið haskolatorg@hi.is nema um einkapóst sé að ræða. Anna Birna HalldórsdóttirDeildarstjóri5255808abh [hjá] hi.is Inga Mekkin Guðmundsdóttir BeckVerkefnisstjóri5255820ingam [hjá] hi.is Kristín GuðmundsdóttirVerkefnisstjóri5255805krigudm [hjá] hi.is Svava GísladóttirVerkefnisstjóri5255823svavag [hjá] hi.is Þórunn Aðalheiður R. HjelmVerkefnisstjóri5255806thorunnhjelm [hjá] hi.is Tengt efni Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs Nemendaþjónusta VoN emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.