Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er Þjónustuborðið Háskólatorgi oft fyrsti viðkomustaðurinn. Staðsetning: Háskólatorg, Sæmundargötu 4, 102 ReykjavíkSumarafgreiðslutími frá 5. júní til 11. ágúst: 8:30-15:00 alla virka daga. Netspjall: Opið 9:00-15:00 alla virka daga.Netfang: haskolatorg@hi.isSími: 525-5800 og 525-4000 Þjónustuborðið veitir margvíslega þjónustu fjölbreyttum hópi nemenda, starfsfólks og annarra sem til skólans leita. Starfsemi Þjónustuborðs Þjónustuborðið veitir margvíslega þjónustu fyrir fjölbreyttan hóp nemenda, starfsfólks og annarra sem til skólans leita. Eftirtalin atriði eru á meðal þess sem fellur undir starfsemi Þjónustuborðsins: Óska eftir ýmsum vottorðum, námsferilsyfirlitum, brautskráningaryfirlitum og námskeiðislýsingum. Þetta er hægt að gera á Þjónustuborðinu sjálfu á Háskólatorgi eða óska eftir því stafrænt með því að senda beiðni á haskolatorg@hi.is Sækja stúdentakort eftir að nemandi fær tilkynningu að það sé tilbúið. Greiða árlegt skrásetningargjald. Kaupa prentkvóta. Skrá sig í námskeið hjá Náms- og starfsráðgjöf. Endurstilla lykilorð fyrir nemendur í Uglu. Kaupa aðgang að íþróttahúsinu. Ýmis þjónusta er veitt á Þjónustuborðinu. Ef ekki er hægt að afgreiða málið þar er því vísað rétta leið. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á haskolatorg@hi.is og þeim er svarað eins fljótt og auðið er. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netspjall hér hægra megin á síðunni. Netspjallið er opið frá 09:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og 09:00-15:00 á föstudögum. Fyrir þau sem vilja fá gögn send, hvort sem er í bréfpósti eða tölvupósti, er hægt að panta þau með því að senda tölvupóst á haskolatorg@hi.is. Hægt er að fá staðfest afrit í rafrænu formi af flestum gögnum, nema brautskráningarskírteinin. Þau er einungis hægt að fá útgefin á pappír. Algengar spurningar og svör Áður en fyrirspurn er send til Þjónustuborðsins gæti verið gagnlegt að skoða algengar spurningar og svör við þeim. Starfsfólk Þjónustuborðsins Vinsamlegast notið netfangið haskolatorg@hi.is nema um einkapóst sé að ræða. Ari Hörður FriðbjarnarsonVerkefnisstjóri5255803arihordur [hjá] hi.is Davíð SkúlasonDeildarstjóri5255826davidsk [hjá] hi.is Gerður Guðrún ÁrnadóttirVerkefnisstjóri5255806gergarn [hjá] hi.is Guðrún Elísabet ÁrnadóttirVerkefnisstjóri5254921gea [hjá] hi.is Harpa KristinsdóttirVerkefnisstjóri5254916harpak [hjá] hi.is Inga Mekkin Guðmundsdóttir BeckTeymisstjóri5255820ingam [hjá] hi.is Kristín GuðmundsdóttirVerkefnisstjóri5255805krigudm [hjá] hi.is Uros RudinacVerkefnisstjóri5255829uros [hjá] hi.is Tengt efni Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs Nemendaþjónusta VoN facebooklinkedintwitter