Lög og reglur Háskóla Íslands Reglur um mat á fyrra námi Reglur um viðurkenningu Stjórnmálafræðideildar á námi utan deildar Samþykktar á deildarfundi 20. janúar 2010. 1. Almenn atriði Deild metur umsókn stúdenta um mat og viðurkenningu á námi. Þetta á við um hvort tveggja, umsóknir um að nám sem stúdent óskar að sækja til annarra háskóladeilda eða háskóla verði viðurkennt og metið til eininga í Stjórnmálafræðideild og umsóknir um að nám sem þegar er lokið í öðrum deildum eða háskólum verið metið til eininga og viðurkennt sem hluti af lokaprófi í Stjórnmálafræðideild. Beiðni skal send Stjórnmálafræðideild. Með umsókn eiga að fylgja allar nauðsynlegar upplýsingar um námið sem meta skal. Það er á ábyrgð umsækjanda að afla upplýsinga og útvega deild staðfestar lýsingar á eðli og inntaki náms eða tiltekinna námskeiða auk fullnægjandi vottorða um að náminu sé lokið og stúdent hafi staðist námskröfur. Deild metur hvernig nám utan deildar samræmist námi í Stjórnmálafræðideild, hve margar einingar það telst og hvort það verði metið sem skyldu- eða valnámskeið. Umsóknir eru metnar á grundvelli ákvæða um prófgráður, námseiningar og námsmat í Stjórnmálafræðideild, sem fram koma í 93. gr. reglna nr. 569/2009. Deild metur að jafnaði síður námskeið ef langt er síðan stúdent lauk þeim eða ef árangur stúdents er slakur. Mat á fyrra námi er lagt fyrir deildarfund til staðfestingar. Deildarforseta er þó heimilt að afgreiða mál sem greinilega samræmist reglum og góðri venju. 2. Mat og viðurkenning á aukagrein og valnámskeiðum í öðrum greinum Stúdent getur sótt aukagrein til annarrar deildar háskólans enda sé það nám í samræmi við skilgreindar og formlegar lýsingar þeirrar deildar eða greinar á heildstæðri aukagrein. Ef sama námskeið er hluti af fleiri en einni aðalgrein eða aukagrein, má eigi reikna það nema einu sinni í samanlögðum einingafjölda stúdents. Stúdent getur einnig sótt einstök valnámskeið utan deildar hafi hann fengið samþykki deildar fyrir því. 3. Mat og viðurkenning á námi sem stúdent hefur þegar lokið utan deildar Stúdent sem hefur lokið námskeiðum í öðrum deildum háskólans eða í öðrum háskólum getur fengið viðurkennd og metin þau námskeið sem að mati deildar eru beinlínis hin sömu eða greinilega sambærileg skyldu- og valnámskeiðum. Námskeið sem stúdent hefur þegar lokið utan Stjórnmálafræðideildar og ekki eru beinlínis sambærileg skyldunámskeiðum,en teljast að mati deildar eðlilegur hluti í aðal- eða aukagrein, getur deild viðurkennt og metið til eininga sem valnámskeið. Séu námskeið sem stúdent má sleppa með þessum hætti þegar metin sem hluti prófgráðu sem stúdent hefur lokið eða ætlar að ljúka annars staðar en í Stjórnmálafræðideild verður hann að taka námskeið í Stjórnmálafræðideild, eða námskeið sem deildin samþykkir að sama einingafjölda, þannig að að baki BA-prófi hans úr Stjórnmálafræðideild verði 120e eða 180e eftir atvikum. Deild er heimilt að veita nemendum sem hafa lokið BA-prófi allt að sextán eininga afslátt af fullu 180e námi og átta eininga afslátt af 120e námi vegna fyrra náms, enda samsvari tiltekinn hluti þess náms námi í Stjórnmálafræðideild að mati deildar. Stúdent sem lýkur 120 eininga námi með 12e lokaritgerð í Stjórnmálafræðideild og hefur lokið prófi frá Háskóla Íslands sem er að minnsta kosti jafngilt BA-prófi getur fengið það nám metið sem ígildi aukagreinar. Slík heimild er ekki veitt nema fyrir liggi fullgilt vottorð um að því prófi sé lokið. Í slíkum tilfellum veitir fyrri prófgráða stúdent engan afslátt af námi í Stjórnmálafræðideild. Meistaranám Deild er heimilt að veita 12e afslátt af meistaranámi hafi nemandi þegar lokið öðru meistaraprófi. Ef nemandi hefur lokið námskeiðum á meistarastigi sem ekki hafa verið metin til prófgráðu getur nemandi sótt um til Stjórnmálafræðideildar að fá þau metin inn í meistaranám í Stjórnmálafræðideild. Reglur um tímasókn og ráðvendi í námi Reglur um tímasókn og ráðvendi í námi Reglur um meistaranám við Félagsvísindasvið Reglur um meistaranám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, nr. 643/2011 Siðareglur Háskóla Íslands Siðareglur Háskóla Íslands facebooklinkedintwitter