Ferðamennska og sjálfbær þróun | Háskóli Íslands Skip to main content

Ferðamennska og sjálfbær þróun

Verkefni rannsóknasetursins varðandi ferðamennsku hafa bæði verið fræðileg og hagnýt.

Á meðal fræðilegrar verkefna má nefna doktorsrannsóknir Johannesar Welling um tengsl jöklaferðamennsku og loftslagsbreytinga og doktorsrannsóknir Gyðu Þórhallsdóttur um dreifingu eldri ferðamanna eftir landshlutum og árstíðum. Einnig hefur setrið unnið að verkefnum varðandi samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi, þróun vetrarferðaþjónustu á Hornafirði og áhrif COVID-19 á ferðaþjónustu, samfélag og framtíðarsýn í sveitarfélaginu Hornafirði.

Tengd rannsóknarverkefni