Grænfáninn | Háskóli Íslands Skip to main content

Grænfáninn

Grænfáninn - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands er Grænfánaskóli frá mars 2020.

Verkefnið er samvinnuverkefni Umhverfis- og samgöngunefndar SHÍ og starfsmanns sjálfbærni- og umhverfismála í HÍ. Markmið skólaársins 2020-2021 voru loftslagsbreytingar í gegnum fræðslu, mótvægisaðgerðir, samgöngur og neyslu og úrgang.

Hér má lesa um nánar um markmiðin sem við settum okkur 2020-2021 og 2019-2020.

Skólaárið í ár hefur verið með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem fjarkennsla hefur verið áberandi og lítil viðvera nemenda í HÍ, ásamt því að ekkert viðburðahald hefur verið leyft. Vegna þessa var lögð áhersla á fræðslu í netheimum og hvatt var til umhugsun stúdenta um umhverfismál í gegnum fræðslu og leiki. Yfir skólaárið voru haldnar þemavikur í hverjum mánuði sem tengdust markmiðum nefndar:

  • Loftslagsvika var haldin í nóvember
  • Flokkunarvika var haldin í desember
  • Veganvika var haldin í janúar
  • Samgönguvika var haldin í febrúar
  • Umhverfisvika var haldin í apríl

Að auki er von okkar sú að sem flestir nemendur og starfsmenn leggi verkefninu lið hvort sem það er með hugmyndum eða beinu vinnuframlagi til umhverfismála. Endilega sendið okkur línu ef þið eruð með tillögur um hvað megi betur fara eða aðrar skemmtilegar uppástungur á umsamhi@hi.is eða solrunsig@hi.is

Nánari upplýsingar um Grænfánaverkefnið má lesa um á vef Landverndar

Flokkunarleiðbeiningar í formi ljóðs
Flokkunarleiðbeiningar í formi ljóðs
Flokkunarleiðbeiningar í formi ljóðs
Flokkunarleiðbeiningar í formi ljóðs
Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.