Háskólaþing | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskólaþing

Frá Háskólaþingi

Háskólaþing er samráðsvettvangur háskólasamfélagsins þar sem fram fer umræða um þróun og eflingu Háskóla Íslands. Háskólaþing fjallar um og tekur þátt í að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu Háskóla Íslands að frumkvæði rektors.

Háskólaráð getur leitað umsagnar háskólaþings um hvaðeina sem varðar starfsemi Háskóla Íslands og ráðið getur einnig falið þinginu umfjöllun um fagleg málefni og akademíska stefnumörkun.

Háskólaþing er ályktunarbært um þau málefni sem það telur að varði hag háskólasamfélagsins. Ákvörðunum háskólaráðs, rektors, forseta fræðasviða eða forstöðumanna háskólastofnana verður ekki skotið til háskólaþings.

Háskólaþing tilnefnir þrjá fulltrúa háskólasamfélagsins í háskólaráð.

Á háskólaþingi eiga fast sæti rektor, forsetar fræðasviða og deildarforsetar. Þar sitja jafnframt kjörnir fulltrúar úr röðum akademískra starfsmanna deilda og stofnana fræðasviða Háskólans, samtaka háskólakennara, starfsmanna við stjórnsýslu, stofnana sem starfa samkvæmt sérlögum eða tengjast háskólanum sérstaklega og fulltrúar samtaka nemenda.

Rektor boðar háskólaþing og stýrir því. Háskólaþing skal halda að minnsta kosti einu sinni á hverju ári. Æski 2/3 hlutar fulltrúa á háskólaþingi fundar er rektor skylt að boða til hans.

Framvinda stefnumótunarstarfs við Háskóla Íslands

Ítarefni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.