Skip to main content

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - á vefsíðu Háskóla Íslands

Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands hefur frá árinu 2017 lagt ríka áherslu á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni.

Matur og næring snertir öll 17 heimsmarkmiðin á einn eða annan hátt/mismunandi vegu (sjá nánar). Til að tryggja það að áætlun stjórnvalda um að íslenskt samfélag nái heimsmarkmiðunum innan 10 ára er þörf á skýrri stefnumótun og aðgerðum þegar kemur að umhverfisvænni matvælaframleiðslu með áherslu á heilnæmi, neyslu og minni matarsóun. Þá er mikilvægt að lýðheilsa sé í fyrirrúmi samhliða umhverfisvænum aðgerðum. 

Framtíðarfæða Íslendinga sem byggir á sjálfbærni og heilsu þarf að rannsaka til að meta umhverfisáhrif af innlendri og erlendri matvælaframleiðslu, sem Ísland reiðir sig á. Meta þarf hvernig við sem þjóð getum orðið sjálfbærari þegar kemur að fæðuöryggi.

Mikilvægt er að meta aukin tækifæri í sjálfbærri innlendri matvælaframleiðslu og hvernig það myndi til dæmis hafa áhrif á mögulega lækkum á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda vegna neyslu landsmanna á mat og drykk, sem er í dag um 30% af heildarlosun Íslands. Sú vinna mun veita íslenska stjórnvöldum aukna vitneskju um hvernig hægt er að hámarka áhrifa matar og næringar á heilsu landsmanna í tengslum við fæðuvenjur.

Þessi vinna mun nýtast við greiningar og markmiðasetningu hvernig Íslands ætlar að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030.  

Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands vill leggja sitt að mörkum til að framtíðarfæða Íslendinga sé bæði holl og framleiðslan sé þannig að umhverfisáhrif séu lágmörkuð.  Heilsa umhverfis og þjóðar þarf að vinna saman til að árangur náist.
 

Tengt efni