Skip to main content

Jafnrétti í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Jafnrétti er eitt af þremur grunngildum í stefnu Háskóla Íslands, leiðarljós í starfi hans og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu

Mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags eða menningar er óheimil innan Háskóla Íslands. Í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild er öll mismunun óheimil á öllum þeim stöðum þar sem nemendur sækja nám (t.d. fyrirlestrum, verklegum æfingum, færnibúðum og á klínískum vettvangi)

Í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild bera starfsfólk og nemendur auk allra þeirra sem að klínískri kennslu nemenda koma ábyrgð á að koma í veg fyrir alla mismunun og leggja sitt af mörkum til að skapa samfélag hjúkrunar sem einkennist af virðingu, skilningi og umburðarlyndi.

Það felur m.a. í sér að nota framkomu og orðfæri sem er kynlaust eða á ekki við einn hóp frekar en annan. Mikilvægt er að hafa fjölbreytileika í huga og ganga ekki út frá því að nemendahópurinn sé einsleitur eða að tiltekið nám henti einu kyni fremur en öðru.

Virðing skal ávalt höfð að leiðarljósi í öllum samskiptum.