Augnlæknisfræði Forstöðumaður: Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekki Fræðasvið augnlæknisfræði við Læknadeild HÍ er tengt skurðlækningasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði augnlækninga. Kennsla í augnsjúkdómafræði fer fram á 5. ári í læknisfræði og samanstendur námskeiðið af einni fyrirlestraviku og einni viku á Augndeild Landspítala, þar sem nemendur fá að kynnast fjölbreyttri starfseminni. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri grunnatriði augnlæknisfræði þannig að þeir séu færir um að takast á við einföld augnvandamál og að meta hvenær skal senda sjúkling áfram til sérfræðings. Áhugasamir unglæknar geta síðan undirbúið sérnám í faginu með starfi og námi á deildinni. Augað er flókið líffæri og starfsemi þess getur truflast á ýmsan hátt. Augnsjúkdómar geta bæði verið tiltölulega einangraðir við augað, eins og t.d. þegar ský kemur á augastein eða hrörnun verður í augnbotnum. Augnvandræði geta einnig verið hluti af stærri sjúkdómi, eins og t.d. þegar sykursýki veldur sjónhimnusjúkdómi eða gigtsjúkdómur veldur svæsnum augnþurrki. Þótt augað sé lítið er fræðigreinin fjölbreytt og tengist ýmsum öðrum sviðum læknisfræði. Ýmiss konar lyfjameðferð og skurðlækningum er beitt á augað og mikið er um háþróuð tæki eins og lasertæki og sérhæfðar myndavélar. Öflugar rannsóknir eru stundaðar á fræðasviðinu og má þar nefna umfangsmiklar rannsóknir á lífeðlisfræði, lyfjafræði, faraldsfræði og erfðafræði augnsjúkdóma. Dæmi um undirsérgreinar: Hornhimna og ytra byrði augans Gláka Tauga-augnlæknisfræði Meinafræði augans Lýtalækningar augans og augnumgjarðar Barnaaugnlækningar Sjónhimnulækningar Aðrir fastir starfsmenn:Gunnar Már ZoégaLektorgzoega [hjá] hi.is Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekkiÓlöf Birna ÓlafsdóttirLektor5255878olofbo [hjá] hi.is Sveinn Hákon HarðarsonDósent8490347sveinnha [hjá] hi.is Barnalæknisfræði Forstöðumaður: Ásgeir HaraldssonPrófessor5431000asgeirh [hjá] hi.is Fræðasvið barnalæknisfræði við Læknadeild HÍ er tengt barnasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði barnalækninga. Kennsla í barnalækninum fer fram á 5. ári í læknisfræði og er námið bæði bóklegt og verklegt. Námið fer fram á Barnaspítala Hringsins, Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Markmið námsins er að læknanemar fái staðgóða þekkingu í barnalæknisfræði. Verklega námið miðast við að læknanemar fái góða reynslu í að skoða, umgangast og sjúkdómsgreina veik börn og gera tillögur um rannsóknir og meðferð. Kennarar eru flestir barnalæknar Barnaspítalans auk annarra barnalækna utan háskólasjúkrahússins. Rannsóknir fræðasviðsins eru af nokkuð mismunandi toga. Stærstur hluti rannsóknanna fjallar þó um árangur meðferðar á Barnaspítalanum auk tengdra klínískra atriða. Rannsóknir eru greiddar af ýmsum aðilum. Fræðasvið barnalækninga er í innlendu og erlendu samstarfi í rannsóknum. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Almenn barnalæknisfræði, forsvarsmaður: Ásgeir Haraldsson, prófessor Nýburafræði Aðrir fastir starfsmenn: Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekkiVefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekkiRagnar Grímur BjarnasonPrófessor8255067ragnargr [hjá] hi.is Sindri Valdimarsson, aðjúnkt Viðar Örn EðvarðssonPrófessor54310005631015voe [hjá] hi.is Valtýr Stefánsson ThorsLektorvaltyr [hjá] hi.is Um nám læknanema á Barnaspítala Hringsins Barnaspítali Hringsins Bráðalæknisfræði Forsvarsmaður: Hjalti Már BjörnssonLektorhjaltimb [hjá] hi.is Fræðasvið bráðalæknisfræði við Læknadeild HÍ er tengt slysa- og bráðasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu í bráðalækningum. Bráðalæknisfræði fjallar um alla fyrstu greiningu og meðferð bráðra vandamála, slysa og veikinda. Kennsla í bráðalækningum fer fram á mörgum árum í læknisfræði og er bæði bókleg og verkleg. Í byrjun 1. árs fá læknanemar fræðslu um skyndihjálp, í samstarfi við Rauða Kross Íslands og Bjargráð, þar sem farið er að hluta í gegnum forsendur ráðlegginga til almennings um skyndihjálp. Á 4. ári er veitt kennsla í grunnatriðum öndunarvegar, inngangur að bráðaómskoðun ásamt mörgu öðru á tveggja vinna námskeiði í bráðalækningum. Á 6. ári fá læknanemar námskeið í sérhæfðri endurlífgun og grunnatriði greiningar og meðferðar vegna fjöláverka. Einnig tekur fræðasviðið þátt í að skipuleggja hópslysaæfingar læknanema, auk þess sem læknanemar kynnast starfsemi Neyðarlínu og sjúkraflutninga sem hluta af verknámi sínu í bráðalækningum. Bráðalæknar starfa að mestu leyti á bráðamóttökum sjúkrahúsa, auk þess að starfa við bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Stafsemi bráðalækninga á Íslandi fer að mestu leyti fram á bráðamóttöku LSH í Fossvogi. Einnig er unnið að uppbyggingu bráðalækninga á Sjúkrahúsi Akureyrar. Á bráðamóttöku LSH er sinnt u.þ.b. 70.000 sjúklingum á ári og er starfseminni skipt í nokkrar einingar eftir bráðleika vandamáls þeirra sem til deildarinnar leita. Undirsérgreinar: Bráðalækningar utan sjúkrahúsa Bráðalækningar barna Eiturefnafræði Á bráðamóttöku í Fossvogi starfar bráðalæknir með undirsérgrein í eiturefnafræði. Í samvinnu við sérþjálfaða klíníska lyfjafræðinga starfrækja bráðalæknar eitrunarmiðstöð á deildinni þar sem sinnt er miðlægri símsvörun, upplýsingamiðlun og skráningu vegna eitrana. Í tengslum við fræðasviðið er starfrækt rannsóknarstofa í bráðafræðum. Helstu áherslur rannsókna á fræðasviðinu eru: • Árangur endurlífgunartilrauna utan sjúkrahúsa. • Greining bráðra vandamála á bráðamóttöku. • Eðli, og orsakir áverka og afdrif áverkasjúklinga. Aðrir fastir starfsmenn: Curtis Pendleton Snook, aðjúnkt Síðast uppfært 10.10.2019 Bæklunarskurðlæknisfræði Forstöðumaður: Halldór JónssonPrófessor5437392hjjr [hjá] hi.is Fræðasvið bæklunarskurðlæknisfræði við Læknadeild HÍ er tengt skurðlæknissviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu í bæklunarskurðlækningum. Kennsla í bæklunarskurðlækningum fer fram á 4. ári í læknisfræði og er bæði bókleg og verkleg. Fræðin snúast almennt um greiningu og meðferð áverka og sjúkdóma sem tengjast stoðkerfinu. Sérstakar undirgreinar eru: hjá börnum: meðfæddir sjúkdómar, þ.m.t. hryggskekkja og áverkar; hjá fullorðnum: sjúkdómar og áverkar á útlimi, hryggsúlu og mjaðmagrind, gerviliðir í axlir, mjaðmir og hné og handaskurðlækningar. Í fyrirlestrum er lögð áhersla á algengi, orsök, greiningu og meðferð. Í verknámi er lögð sérstök áhersla á skoðun, skurðmeðferð og vandamál sem geta komið upp á eftir aðgerðir. Rannsóknir beinast að faraldsfræði sjúkdóma, áverka og árangri aðgerða. Aðrir fastir starfsmenn: Ólöf Sara Árnadóttir, aðjúnkt Ásgeir Guðnason, aðjúnkt Benedikt Árni Jónsson, aðjúnkt Jóhann Róbertsson, aðjúnkt Ólafur Sigmundsson, aðjúnkt Sigurveig Pétursdóttir, aðjúnkt Yngvi Ólafsson, aðjúnkt Vefsíða Bæklunarskurðlækningadeild LSH Fæðinga- og kvensjúkdómafræði Forstöðumaður: Þóra SteingrímsdóttirPrófessor5433325thoraste [hjá] hi.is Fræðasvið fæðinga- og kvensjúkdómafræði við Læknadeild HÍ er tengt kvennasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Kennslan í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum fer fram á 5. ári í læknisfræði og er bæði bókleg og verkleg. Markmið námskeiðsins er að læknanemar öðlist góða innsýn og nægilega hæfni í greiningu og meðferð kvensjúkdóma, eðlilegrar meðgöngu og fæðingar sem og meðgöngusjúkdóma og geti sinnt þeim konum sem almennir læknar á kvennadeild eða annars staðar. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Fæðingafræði Meðgöngusjúkdómar Fósturgreining Almennir kvensjúkdómar Frjósemislækningar Innkirtlasjúkdómar kvenna Krabbamein í kvenlíffærum Þvagfærasjúkdómar kvenna Vísindarannsóknir og rannsóknanám á fræðasviðinu er af margvíslegum toga, klínískum og grunnvísindalegum. Fjórir til fimm læknanemar með BS próf hafa útskrifast árlega undanfarið eftir rannsóknanám, nokkrir MS nemar og doktorsnemar eru nú fimm talsins á fræðasviðinu eða nátengdir því. Aðrir fastir starfsmenn:Hildur HarðardóttirDósent5433324hildurha [hjá] hi.is Ragnheiður I BjarnadóttirLektorrib [hjá] hi.is Snorri EinarssonAðjunkt4304000snorrie [hjá] hi.is Auk þessara eru allir læknar kvennadeildar LSH kennarar sem og fleiri læknar, ljósmæður og stundakennarar. Geðlæknisfræði Forstöðumaður: Engilbert SigurðssonPrófessor8245345es [hjá] hi.is Fræðasvið geðlæknisfræði við Læknadeild HÍ er tengt geðsviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu í geðlækningum. Kennsla í geðlækningum fer fram á 5. ári í læknisfræði og er bæði bókleg og verkleg. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Almenn geðlæknisfræði, forsvarsmaður: Engilbert Sigurðsson, prófessor Sálarfræði, forsvarsmaður: Berglind GuðmundsdóttirPrófessor5439292berggudm [hjá] hi.is Barna- og unglingageðlæknisfræði, forsvarsmaður: Bertrand Andre Marc LauthDósent5431000bertrand [hjá] hi.is Aðrir fastir starfsmenn: Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekkiMagnús HaraldssonDósent5434641magnuhar [hjá] hi.is Halldóra JónsdóttirLektor5431000halldjon [hjá] hi.is Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekki Heimilislæknisfræði Forstöðumaður: Emil Lárus SigurðssonPrófessor5502600emilsig [hjá] hi.is Fræðasvið heimilislæknisfræði við Læknadeild HÍ er tengt heilsugæslunni og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði heimilislækninga. Kennsla í heimilislækningum fer fram á 6. ári og er bæði bókleg og verkleg. Verkleg kennsla skiptist í 3 vikur í þéttbýli og 1 vika í dreifbýli. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Heimilislæknisfræði Samskiptafræði Aðrir fastir starfsmenn: Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekkiVefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekkiHannes HrafnkelssonLektorhhrafn [hjá] hi.is Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekkiJón Steinar JónssonLektor5201800jonstein [hjá] hi.is Margrét Ólafía TómasdóttirLektormot [hjá] hi.is Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekkiVefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekki Lífeðlisfræði/eðlisfræði Forstöðumaður: Þór EysteinssonPrófessor5254887thoreys [hjá] hi.is Fræðasvið lífeðlisfræði/eðlisfræði við Læknadeild HÍ er tengt Lífeðlisfræðistofnun HÍ og klínísku þjónustusviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði lífeðlisfræði/eðlisfræði. Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á fræðasviðum lífeðlisfræði. Stofnunin heyrir undir Læknadeild en veitir öllum fastráðnum kennurum HÍ í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu, hvar í deild sem þeir eiga heima. Einnig veitir hún vísindamönnum á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til. Sérfræðingar stofnunarinnar vinna að fjölmörgum rannsóknarverkefnum varðandi lífeðlisfræði manna, spendýra, fugla og fiska. Starfsmenn stofnunarinnar hafa birt fjölda vísindagreina í ritrýndum tímaritum, bókum, ráðstefnuritum og víðar. Sérfræðingar stofnunarinnar annast alla kennslu í lífeðlisfræði við HÍ. Kennslan er þó formlega undir stjórn hverrar deildar fyrir sig. Kennsla í læknisfræðilegri eðlisfræði er einnig á verksviði Lífeðlisfræðistofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er fjölþætt: Rannsóknir í lífeðlisfræði Eflir tengsl rannsókna og lífeðlisfræðikennslu Leggur til aðstöðu til verklegrar kennslu í lífeðlisfræði Styður við kennslu og þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum Stuðlar að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila Þjónusturannsóknir Gefur út og kynnir niðurstöður rannsókna Veitir upplýsingar og ráðgjöf Gengst fyrir ráðstefnum, námskeiðum og fyrirlestrum Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Lífeðlisfræði, forsvarsmaður: Þór Eysteinsson, prófessor Læknisfræðileg eðlisfræði, forsvarsmaður: Þór Eysteinsson, prófessor Aðrir fastir starfsmenn: Björg ÞorleifsdóttirLektor5254860btho [hjá] hi.is Daníel Heiðar MagnússonVerkefnisstjóridanielheidar [hjá] hi.is Georgios KararigasPrófessor5254825george [hjá] hi.is Marta GuðjónsdóttirLektor5254886martagud [hjá] hi.is Ólöf Birna ÓlafsdóttirLektor5255878olofbo [hjá] hi.is Ragnhildur Þóra KáradóttirPrófessorragnhildkara [hjá] hi.is Sighvatur Sævar ÁrnasonDósent5254832ssa [hjá] hi.is Sveinn Hákon HarðarsonDósent8490347sveinnha [hjá] hi.is Þór EysteinssonPrófessor5254887thoreys [hjá] hi.is Kennslustjóri: Sunna Björg SkarphéðinsdóttirVerkefnisstjóri5254834sunnabjorg [hjá] hi.is Lífefna- og sameindalíffræði Forstöðumaður: Jón Jóhannes JónssonPrófessor5254845jonjj [hjá] hi.is Fræðasvið lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild HÍ er tengt erfða- og sameindalæknisfræðideild og klínískri lífefnafræðideild LSH og sinnir rannsóknum og kennslu í lífefnafræði, sameindalíffræði og erfðafræði auk þess að reka Lífefna- og sameindalíffræðistofu. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Lífefnafræði, forsvarsmaður: Jón Jóhannes Jónsson, prófessor Meinefnafræði, forsvarsmaður: Jón Jóhannes Jónsson, prófessor Sameindalíffræði, forsvarsmaður: Eiríkur SteingrímssonPrófessor5254270eirikurs [hjá] hi.is Erfðalæknisfræði, forsvarsmaður: Reynir ArngrímssonPrófessor5435030reynirar [hjá] hi.is Aðrir fastir starfsmenn:Hans Tómas BjörnssonPrófessor5435070htb [hjá] hi.is Ingibjörg HarðardóttirPrófessor5254885ih [hjá] hi.is Stefán Þórarinn SigurðssonPrófessor5254839stefsi [hjá] hi.is Óttar RolfssonPrófessor5255854ottarr [hjá] hi.is Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor í frumulíffræði við líffræðiskor raunvísindadeildar, er einnig með starfsaðstöðu á stofunni. Líffærafræði Forstöðumaður: Þórarinn GuðjónssonPrófessor5254827tgudjons [hjá] hi.is Fræðasvið líffærafræði við Læknadeild HÍ sinnir rannsóknum og kennslu í frumulífræði, fósturfræði, vefjafræði, taugalíffræði og almennri líffærafræði sem hagnýtri notkun þessara fræðigreina í læknisfræði og öðrum heilbrigðisvísindum. Fræðasvið líffærafræði er hluti af lífvísindasetri háskóla Íslands þar sem grunnrannsóknir fræðasviðsins fara fram. Mikil rannsóknavirkni er á fræðasviðinu og fjöldi meistara- og doktorsnema eru í námi við fræðasviðið. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Almenn líffærafræði, forsvarsmaður: Hannes PetersenPrófessor5254829hpet [hjá] hi.is Fósturfræði, forsvarsmaður: Erna MagnúsdóttirDósent5254238erna [hjá] hi.is Frumulíffræði, forsvarsmenn: Guðrún ValdimarsdóttirDósent5254797gudrunva [hjá] hi.is Margrét Helga ÖgmundsdóttirDósent5255825mho [hjá] hi.is Taugalíffærafræði, forsvarsmaður: Pétur Henry PetersenPrófessor5254861phenry [hjá] hi.is Vefjafræði, forsvarsmaður: Þórarinn GuðjónssonPrófessor5254827tgudjons [hjá] hi.is Lyfja- og eiturefnafræði Forstöðumaður: Magnús Karl MagnússonPrófessormagnuskm [hjá] hi.is Fræðasvið lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild HÍ er tengt Lyfjafræðistofnun HÍ og lyflækningasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði lyfja- og eiturefnafræði. Vefur Rannsóknarstofu í Lyfja- og eiturefnafræði Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Lyfjafræði, forsvarsmaður: Magnús K. Magnússon, prófessor Eiturefnafræði, forsvarsmaður: Kristín ÓlafsdóttirDósent5255122stinaola [hjá] hi.is Aðrir fastir starfsmenn:Bjarni SigurðssonLektorbjasig [hjá] hi.is Lyflæknisfræði Forstöðumaður: Einar Stefán BjörnssonPrófessor5431000einarsb [hjá] hi.is Fræðasvið lyflæknisfræði við Læknadeild HÍ er tengt lyflækningasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði lyflækninga. Kennsla í lyflækningum fer fram á 4. ári í læknisfræði og skiptist í fræðilegan og klínískan hluta. Kennslan fer fram með hefðbundnu fyrirlestrasniði og klínísku námskeiði þar sem læknanemarnir dvelja í 14-15 vikur á lyflækningadeildum LSH í Fossvogi, við Hringbraut og á Landakoti, auk þess sem þeim býðst vist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hluta af námskeiðinu. Á klíníska námskeiðinu taka læknanemarnir þátt í starfi legudeildarteyma lyflækningasviða auk þess að fá formlega kennslu s.s. umræðufundi og klíníkur. Prófað er úr fræðilega hluta námskeiðsins í lyflæknisfræði með skriflegu prófi að vori. Námsmat í klíníska hlutanum fer annars vegar fram með mati á frammistöðu nemans á klíníska námskeiðinu og hins vegar með svokölluðu stöðvaprófi. Í stöðvaprófi er læknanemunum ætlað að skoða sjúklinga, taka af þeim sjúkrasögu og ráðleggja um rannsóknir og meðferð ásamt því að túlka niðurstöður rannsókna, t.d. blóðrannsókna og röntgenmynda. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Blóðlæknisfræði, forsvarsmaður: Páll Torfi ÖnundarsonPrófessor5431000pallt [hjá] hi.is Hjartalæknisfræði, forsvarsmaður: Karl Konráð AndersenPrófessor5436562andersen [hjá] hi.is Smitsjúkdómalæknisfræði, forsvarsmaður: Magnús GottfreðssonPrófessor5431000magnusgo [hjá] hi.is Gigtarlæknisfræði, forsvarsmaður: Helgi JónssonPrófessor5431000helgi [hjá] hi.is Nýrnalæknisfræði, forsvarsmaður: Runólfur PálssonPrófessor54310006461runolfpa [hjá] hi.is Meltingarlæknisfræði, forsvarsmaður: Einar Stefán Björnsson, prófessor Innkirtlalæknisfræði, forsvarsmaður: Rafn BenediktssonPrófessor5431000rafn [hjá] hi.is Lungnalæknisfræði, forsvarsmaður: Gunnar GuðmundssonPrófessor5436876ggudmund [hjá] hi.is Húð- og kynsjúkdómalæknisfræði, forsvarsmaður: Bárður SigurgeirssonPrófessor5204444bsig [hjá] hi.is Krabbameinslæknisfræði, forsvarsmaður: Sigurdís HaraldsdóttirDósentsigurdis [hjá] hi.is Öldrunarlæknisfræði, forsvarsmaður: Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekki Aðrir fastir starfsmenn: Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekkiBjörn GuðbjörnssonPrófessor5431000bgud [hjá] hi.is Dóra LúðvíksdóttirLektordoral [hjá] hi.is Gunnar Þór GunnarssonLektor4630100gunnarg [hjá] hi.is Stefán Þór GunnarssonVerkefnisstjóristefanthor [hjá] hi.is Ingibjörg Jóna GuðmundsdóttirLektor5431000ijona [hjá] hi.is Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekkiVefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekkiSigurður Yngvi KristinssonPrófessorsigyngvi [hjá] hi.is Fulltrúar fræðasviðs lyflæknisfræði: Hulda Pálsdóttir, netfang huldap@landspitali.is Kristín Salín Þórhallsdóttir, netfang krithorh@landspitali.is Meinafræði Forstöðumaður: Bjarni Agnar AgnarssonPrófessor5438353bjarniaa [hjá] hi.is Fræðasvið meinafræði við Læknadeild HÍ tengist klínísku þjónustusviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði meinafræði. Kennsla í meinafræði fer fram á 3. ári í læknisfræði og er kennd sem sjúkdómafræði og hefur verið góður undirbúningur nemenda undir nám í klínískum greinum læknisfræðinnar, og er þannig á vissan hátt tenging milli grunngreina og klínískra greina læknisfræðinnar. Í meinafræðinni hljóta læknanemar kennslu í sjúkdómum nánast í fyrsta skipti í náminu, en fram að því hefur kennslan mest miðast við að þekkja líkamann og eðlis- og efnafræði hans í eðlilegu ástandi. Kennslan fer fram með fyrirlestrum, verklegu námi og svokölluðum meinalífeðlisfræðitímum. Meinalífeðlisfræðitímar nýtast til tengingar við klínískar greinar læknisfræðinnar, en þá eru klínísk tilfelli tekin fyrir til þess að kynna fyrir nemendum hvernig meinafræðin kemur að greiningu og meðhöndlun sjúkdóma. Að þessum tímum koma kennarar í meinafræði í samvinnu við kennara úr klínískum greinum. Markmið er að nemendur séu virkir í þessum tímum. Verklegt nám fer fram á meinafræðideild Landspítalans þar sem nemendur skoða smásjársneiðar undir leiðsögn, en einnig með sjálfsnámi. Nemendum gefst kostur á að sjá og fylgjast með móttöku og úrskurði vefjasýna sem berast rannsóknarstofunni og eftir því sem tök eru munu nemendur fylgjast með krufningum. Nemendur eru velkomnir á rannsóknarstofuna á meðan á námi stendur og síðar. Kennarar í greininni eru öll læknar og sérfræðingar í meinafræði og starfa á meinafræðideild Landspítalans. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Meinafræði, forsvarsmaður: Bjarni A. Agnarsson, prófessor Réttarlæknisfræði, forsvarsmaður: Pétur Guðmann Guðmannsson, læknir Aðrir fastir starfsmenn:Jón Gunnlaugur JónassonPrófessor5438354jongj [hjá] hi.is Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekki Myndgreining Forstöðumaður: Enrico Bernardo ArkinkLektorenrico [hjá] hi.is Fræðasvið myndgreiningar við Læknadeild HÍ er tengt klínísku þjónustusviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu í myndgreiningu. Kennsla í myndgreiningu fer fram á 4. ári. Fyrirlestrar eru 40 og eru bæði á haust- og vormisseri. Verklegt nám fer fram á Röntgendeild Landspítala - háskólasjúkrahúss, bæði í Fossvogi og við Hringbraut, sem og í Röntgen Domus Medica, Egilsgötu 3. Í náminu er farið yfir helstu tæki sem notuð eru í myndgreiningu og notkunarsvið þeirra. Þá er kennd myndgreining mismunandi líffærakerfa og grunnatriði í túlkun rannsókna. Aðrir fastir starfsmenn:Brkljacic BorisLektorboris [hjá] hi.is Fjöldi stundakennara og lækna LSH tekur einnig þátt í kennslunni. Ónæmisfræði/blóðfræði Forstöðumaður: Björn Rúnar LúðvíkssonPrófessor5431000bjornlud [hjá] hi.is Fræðasvið ónæmisfræði/blóðfræði við Læknadeild HÍ er tengt rannsóknarsviði og ónæmisfræðideild LSH og sinnir rannsóknum og kennslu í Ónæmisfræði/blóðfræði. Kennsla í ónæmisfræði fer fram á 2. ári í læknisfræði. Ónæmisfræðideild LSH Sími: 543 5800 Fax: 543 4828 Hlutverk deildarinnar er að stuðla að því að þekking og framfarir í ónæmisfræði komi íslensku samfélagi að sem bestum notum og jafnframt að afla nýrrar þekkingar á starfsemi ónæmiskerfisins. Viðfangsefnum deildarinnar má skipta í fjögur meginsvið: Alhliða klínísk þjónusta og ráðgjöf vegna sjúklinga með truflanir í ónæmiskerfi og rannsóknir til að greina ónæmissjúkdóma. Kennsla og vísindaleg þjálfun líffræðinga, lyfjafræðinga, lækna, meinatækna og annarra faghópa á sviði ónæmisfræði. Ráðgjöf og umsagnir fyrir heilbrigðisstofnanir og stjórnvöld. Fræðilegar rannsóknir á svið ónæmisfræði og þróunarvinna til að tryggja skilvirkni, áreiðanleika og hagkvæmni þjónustuviðfangsefna. Samskipti við erlenda aðila og almenn upplýsingamiðlun á sviði fræðigreinarinnar. Aðrir fastir starfsmenn: Ingileif JónsdóttirPrófessor5435800ingiljo [hjá] hi.is Jóna FreysdóttirPrófessor5436852jf [hjá] hi.is Siggeir Fannar BrynjólfssonLektor5435809siggeir [hjá] hi.is Sólrún Melkorka MaggadóttirLektor5431000smm [hjá] hi.is Stefanía P BjarnarsonDósentspb [hjá] hi.is Skurðlæknisfræði Forstöðumaður: Tómas GuðbjartssonPrófessor5431000tomasgud [hjá] hi.is Fræðasvið skurðlæknisfræði við Læknadeild HÍ er tengt skurðlækningasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði skurðlækninga. Kennsla í skurðlækningum fer fram á 4. ári í læknisfræði og er bæði bókleg og verkleg. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu og forsvarsmenn þeirra:Í Fossvogi: Háls-, nef- og eyrnaskurðlækningar: Geir Tryggvason, lektor Heila- og taugaskurðlækningar: Ingvar Hákon Ólafsson, aðjúnkt Lýtaskurðlækningar: NN Æðaskurðlækningar: Karl Logason, lektor Á Hringbraut: Skurðlæknisfræði brjósta, innkirtla og meltingarfæra: Páll Helgi Möller, prófessor Hjarta- og lungnaskurðlækningar: Bjarni Torfason, dósent Þvagfæraskurðlækningar: Sigurður Guðjónsson, lektor Þessar fræðigreinar skiptast síðan í undirgreinar sem hver og ein er með tiltekna sérhæfingu. Aðrir fastir starfsmenn: Þorvaldur Ingvarsson, dósentElsa B. Valsdóttir, lektorKristín Huld Haraldsdóttir, lektor Aðalsteinn Arnarson, aðjúnkt Eiríkur Orri Guðmundsson, aðjúnkt Guðjón Birgisson, aðjúnkt Jóhann Jónsson, aðjúnkt Lilja Þyri Björnsdóttir, aðjúnkt Rafn Hilmarsson, aðjúnkt Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, aðjúnkt Sýklafræði Forstöðumaður: Karl Gústaf KristinssonPrófessor5435665karlgk [hjá] hi.is Fræðasvið sýklafræði við Læknadeild HÍ er tengt rannsóknasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði sýklafræði. Kennsla í sýklafræði fer fram á 2. ári í læknisfræði. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Sýklafræði, forsvarsmaður: Karl G. Kristinsson, prófessor Veirufræði, forsvarsmaður: Aðrir fastir starfsmenn:Ingibjörg HilmarsdóttirLektor5435660ingibjh [hjá] hi.is Lena Rós ÁsmundsdóttirLektorlenaros [hjá] hi.is Svæfinga-og gjörgæslulæknisfræði Forstöðumaður: Martin Ingi SigurðssonPrófessormingi [hjá] hi.is Fræðasvið svæfinga- og gjörgæslufræði við Læknadeild HÍ tengist svæfinga- og gjörgæsludeildum LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði svæfinga- og gjörgæslulækninga. Kennsla í svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði fer fram á 6. ári og er bæði bókleg og verkleg. Markmið námsins er að læknanemar fái staðgóða þekkingu í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Verklega námið miðast við að læknanemar fái góða reynslu í að skoða, umgangast og sjúkdómsgreina sjúklinga sem eru að fara í valaðgerðir eða bráðaaðgerðir, en einnig sjúklinga sem eru að ná sér eftir skurðaðgerðir og bráðveika gjörgæslusjúklinga. Ennfremur fá nemendur reynslu í að gera tillögur um rannsóknir og meðferð. Kennslan fer fram með hefðbundnu fyrirlestrasniði og klínísku námskeiði þar sem læknanemarnir dvelja í 2 vikur á svæfinga- og gjörgæsludeildum LSH í Fossvogi, við Hringbraut og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, auk þess sem þeim býðst vist á Sjúkrahúsinu á Akranesi hluta af námskeiðinu. Fyrirlestrar fara fram í byrjun haustmisseris og fjalla þeir um helstu áhersluþætti svæfinga- og gjörgæslulækninga. Á klíníska námskeiðinu taka læknanemar þátt í daglegu starfi svæfinga- og gjörgæslulækna á skurðstofum og á gjörgæsludeildum auk sjúklingagöngudeildar. Auk klínískrar „bedside" handleiðslu fara fram formlegir umræðufundir og klíníkur, Sjá nánar bækling um „Verklegt nám læknanema á 6. ári í svæfingum og gjörgæslu". Námsmat fer fram með mati á frammistöðu nemans á klíníska námskeiðinu, mati á verkefnum nemans um svæfingu fyrir skurðaðgerð annars vegar og um gjörgæslutilfelli hins vegar svo og frammistöðu á Very BASIC námskeiði sem er tveggja daga munnlegt og verklegt námskeið sem haldið er tvisvar á haustönn og lýkur með rafrænu prófi. Einnig er boðið upp á valnámskeið, sem tengjast svæfinga- og gjörgæslulækningum á vorönn á 6. ári læknafræðináms. Helstu áherslur í rannsóknum fræðasviðsins eru: Rannsóknir á sýklasótt og sýklasóttarlosti. Rannsóknir á bráðum nýrnaskaða. Rannsóknir á fylgikvillum í sambandi við skurðaðgerðir. Rannsóknir á D vítamínskorti hjá bráðveikum sjúklingum Rannsóknir á langvinnum bata og lífshorfum eftir gjörgæslumeðferð Smáæðablóðflæði í lifur, brisi, þörmum og nýrum við lostástand Aðrir fastir starfsmenn:Sigurbergur KárasonPrófessor5431000skarason [hjá] hi.is Auk þess taka allir læknar svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) og Sjúkrahússins á Akureyri (SA) þátt í klínísku kennslunni. Umsjónarlæknar klínískrar kennslu eru: Kári Hreinsson, sérfræðilæknir, LSH við Hringbraut, Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðilæknir, LSH í Fossvogi, Oddur Ólafsson yfirlæknir Sjúkrahúsinu á Akureyri Björn Gunnarsson yfirlæknir Sjúkrahúsinu á Akranesi. Fulltrúi fræðasviðsins: Halldóra Hilmarsdóttir, netfang: halldhil@landspitali.is Einnig sinnir skrifstofa Læknadeildar fræðasviði svæfinga- og gjörgæslulækninga. Taugasjúkdómafræði Forstöðumaður: Elías ÓlafssonPrófessor5434407eliasol [hjá] hi.is Fræðasvið taugasjúkdómafræði við Læknadeild HÍ er tengt lyflækningasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði taugasjúkdóma. Kennsla í taugasjúkdómafræði fer fram á 5. ári í læknisfræði og er bæði bókleg og verkleg. Haukur HjaltasonPrófessor5431000haukurhj [hjá] hi.is Finndu fræðimann facebooklinkedintwitter