Skip to main content

Broddflugan

Broddflugan - á vefsíðu Háskóla Íslands

Samfélagsverkefnasjóður nemenda við Menntavísindasvið

Í stefnu Háskóla Íslands H26 er að finna markmið um að fjölbreyttar raddir nemenda stuðli að réttlátu samfélagið og treysta gæði þekkingarsköpunar. Við úthlutun úr Broddflugunni verður horft til þess hvernig umsækjendur virkja reynslu sína úr námi við Menntavísindasvið til að láta gott af sér leiða í samfélaginu. Sjóðurinn er ætlaður nemendum í bakkalár- og/eða meistaranámi.

Markmið verkefna þurfa að lúta að umbótum á sviðum menntunar, tómstunda- og frístundastarfs, íþrótta- og heilsufræða, uppeldis og foreldrafræðslu eða samfélags án aðgreiningar. Skilyrði er að umsækjendur vinni í teymum, að lágmarki fjórir nemendur saman. Úthlutað verður tveimur milljónum króna á þriggja ára fresti og við val á verkefnum verður horft til þess að verkefni geti náð yfir allt að þriggja ára tímabil.

Umsóknarfrestur er til 30. maí. Skila má umsóknum á íslensku jafnt sem ensku.

Við framkvæmd verkefna verða umsækjendur hvattir til að afla verkefninu samstarfsaðila, t.d. frá öðrum fræðasviðum HÍ, öðrum háskólum eða stofnunum í menntakerfinu. Eins gætu hugmyndasmiðir aflað styrkja hjá samtökum eða stofnunum eins og við á. Stjórn Menntavísindasviðs skipar dómnefnd, einn fulltrúa frá hverri deild, einn úr stoðþjónustu, einn úr hópi nemenda og einn utanaðkomandi úr röðum bandamanna Menntavísindasviðs.

Um Brodda Jóhannesson

Broddi var einn áhrifamesti skólamaður síðustu aldar á Íslandi og lagði áherslu á frelsi nemenda til að velja sér verkefni, taldi markmið skólastarfs vera að veita öllum nemendum jafnt sem kennurum tækifæri til þess að verða sjálfstæðir, skapandi einstaklingar sem eru tilbúnir til að takast á við viðfangsefni daglegs lífs.

Broddi Jóhannesson
Gagnlegir tenglar