Skip to main content

Hver erum við? - Upplýsingatæknisvið

Upplýsingatæknisvið byggir á grunni Reiknistofnunar HÍ sem var ein af fyrstu starfseiningum landsins á sviði upplýsingatækni.  Sviðið byggir því að traustum og gömlum grunni sem er nýttur sem sterkt afl til að takast á við nýjungar í upplýsingatækni fyrir hagnýtingu í háskólastarfi. 

Gott skipulag er lykill að árangursríkri starfsemi.  Því er lagt mikið upp úr áætlanagerð og á hverju ári er gerð starfsáætlun sem rammar inn starfsemina.  Á síðustu árum hefur HÍ fjárfest mikið í upplýsingatækni og hefur starfsemi sviðsins stækkað samkvæmt því.  Hlutverk upplýsingatækni í háskólastarfinu vex með ári hverju og því eru kröfur um þróun upplýsingakerfa miklar.  Því er mikil þörf fyrir forgangsröðun sem ætlað er að skila sér í starfsáætlun sem mest sátt er um. 

Hjá upplýsingatæknisviði starfar mikill mannauður.  Í gegnum árin hefur starfsmannavelta verið jákvæð, lítið hefur verið um fólk fari frá sviðinu og nýtt öflugt starfsfólk hefur komið til sviðsins.  Hjá sviðinu starfa tæknifólk sem eru forritarar, kerfisstjórar, netsérfræðingar og kerfisfræðingar sem veita nær og fjær þjónustu.