Hér má nálgast spurningar og svör um námið í Lagadeild, ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu er þér velkomið að senda hana á nemFVS@hi.is og við munum leitast við að svara sem fyrst. BA-nám Hver eru inntökuskilyrði í deildina? Hvernig er með undanþágur?Inntökuskilyrði í deildina er stúdentspróf, háskólabrú Keilis eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Er fjöldatakmörkun í Lagadeild Háskóla Íslands?NeiHverjir komast inn í laganámið? Allir sem sækja um og uppfylla inntökuskilyrðin.Ef ég fell í almennri lögfræði/ inngangi að lögfræði er ég þá sjálfkrafa skráð/ur í upptökupróf? Til að hafa próftökurétt í þessum tveimur fögum í upptöku- eða sjúkraprófi þarf nemandi að hafa skráð sig sérstaklega í gegnum Nemendaskrá. Hægt er að senda þeim tölvupóst þess efnis (nemskra@hi.is). Upplýsingarnar sem þurfa að koma fram er nafn, kennitala og námskeiðsnúmer. Sjúkra- og upptökupróf í Inngangi að lögfræði verður haldið í verkefnavikunni á haustmisseri. Sjúkra og upptökupróf í Almennri lögfræði verður haldið á sjúkra- og endurtökuprófatímabili vormisseris.Ef ég fell í almennri lögfræði/ inngangi að lögfræði þarf ég þá að skrá mig úr fögum vorannar fyrsta árs?Nei. Þú getur tekið öll vorfög fyrsta árs en færð hins vegar ekki að skrá þig í fög á öðru ári ef annað hvort Almennri lögfræði eða Inngangi að lögfræði er ólokið. Rétt er að ítreka það að upptökupróf í almennri lögfræði verður haldið á sjúkra- og endurtökuprófatímabili vormisseris. Auk þess þarftu sjálf/ur að skrá þig aftur í upptökupróf - það gerist ekki sjálfkrafa.Hver eru skilyrði þess að geta tekið námskeið á öðru ári?Til að geta tekið námskeið á öðru ári í lögfræði þarf að hafa staðist námskeiðin Almenn lögfræði og Inngangur að lögfræði með einkunnina 6,0. MA nám Hvernig sæki ég um í meistaranám?Sótt er um meistaranámið rafrænt á heimasíðu Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur til að hefja meistaranám á haustönn er til 15. apríl ár hvert og til að hefja nám á vorönn 15. september. Nemendur frá öðrum skólum en HÍ þurfa auk þess að sjá til þess að eftirfarandi fylgi með umsókninni; Staðfest eintak af prófskírteini (BA í lögfræði). Yfirlit yfir námskeið sem tekin voru í náminu. Námskeiðslýsingar (þar sem fram kemur leslisti og hvaða efni er til prófs) allra námskeiða Umsóknin er að því búnu tekin fyrir í meistaranámsnefnd.Get ég byrjað í meistaranámi þó ég sé ekki búin/n að ljúka BA námi?Í Reglum um meistaranám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands nr. 643/2011, Sérreglur Lagadeildar 16.gr. er tekið fram að ,,Inntökuskilyrði í meistaranám við Lagadeild (mag. jur.) er BA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands eða sambærilegt nám sem lokið er með BA-prófi í lögfræði frá öðrum háskóla." Engar undantekningar eru gefnar frá þessu skilyrði. Nemendur sem þurfa að fresta meistaranámi sínu vegna ólokinna námskeiða úr BA námi hafa þó þann kost að taka M-námskeið, þ.e. meistaranámskeið sem opin eru fyrir grunnnema sem hafa lokið hið minnsta 140 einingum.Hvernig er með val efnis, skráningu og skil lokaritgerðar?Val á efni lokaritgerðar þarf að skila á skrifstofu Lagadeildar 8 mánuðum fyrir áætlaða brautskráningu þar sem fram kemur samþykki umsjónarmanns; Frestir eru til að velja efni/umsjónarmann meistararitgerða: 15. október vegna skila í maí (brautskráning í júní), 15. febrúar vegna skila í september (námslok í október) 15. júní vegna skila í janúar (brautskráning í febrúar). Skiladagar meistararitgerða eru: 5. janúar vegna skrifa á haustmisseri (brautskráning í febrúar) 5. maí vegna skrifa á vormisseri (brautskráning í Júní) 5. september vegna skrifa á sumarmisseri (námslok í október). Beri skiladag upp á frídag skal skilað næsta virkan dag þar á eftir. Námsframvinda Er hægt að fá leyfi frá námi, hversu lengi og hvernig er það gert?Nemendur geta fengið allt að tveggja missera leyfi frá námi en ekki lengur því nemandi verður að skrá sig árlega í háskólann til að teljast ekki hættur námi. Algengast er að nemendur fái eins misseris leyfi. Sótt er um leyfið skriflega til skrifstofu Lagadeildar. Sé leyfið veitt fæst endurgreiðsla á hluta skrásetningargjalda frá Nemendaskrá. Nemandi sem hefur fengið leyfi frá námi þarf að fara með svarbréf deildar til Nemendaskrár til að fá endurgreiðsluna. Leyfi frá námi lengir ekki þann tíma sem nemandi hefur til að ljúka námi. Samkvæmt reglum Lagadeildar getur nemandi verið 5 ár að ljúka grunnnámi og 4 ár að ljúka meistaranámi. Ekki þarf að sækja um leyfi þegar nemandi hefur lokið BA-prófi en ætlar að taka sér hlé frá námi áður en sótt er um meistaranám.Hver er tímaramminn til að klára nám?Nemendur hafa fimm ár til að ljúka grunnnámi og fjögur ár til að ljúka meistaranámi í lögfræði. Upphaf námstíma er miðað við þann tíma sem nemandi innritast í grunn- eða meistaranám.Hversu oft má falla í námskeiði?Samkvæmt 6. gr. reglna um grunnnám við Lagadeild má nemandi ekki falla oftar en þrisvar sinnum í sama námskeiðinu, falli hann í fjórða sinn, fellur hann úr deildinni. Nemendur í meistaranámi mega aðeins falla einu sinni í námskeiði samkvæmt 57. gr. almennra reglna HÍ. Falli nemandi öðru sinni í tilteknu námskeiði hefur hann ekki heimild til á skrá sig í það oftar. Námskeið og skráning Hvenær er árleg skráning í námskeið?Árleg skráning í námskeið á haust- og vormisseri fer fram á vefsetri Háskólans (Uglu) í mars á ári hverju. Nánari dagsetningar verða auglýstar þegar nær dregur. Einnig er hægt að skrá sig í Nemendaskrá sem er opin kl. 9:00- 16:00 virka daga. Við árlega skráningu ber að greiða skráningargjald. Sinni stúdent ekki skráningu á framangreindum skráningartíma telst hann hættur námi. Ekki eru veittar neinar undanþágur frá skráningartímabili árlegrar skráningar og greiðslu skráningargjalds.Skráning í námskeið hvar, hvenær og hvernig?Nemendur bera sjálfir ábyrgð á skráningu í námskeið. Skráning í námskeið fer fram í Uglu, innri vef Háskóla Íslands. Árleg skráning á haust- og vormisseri er almennt í mars, nemandi skal skrá sig inn í Uglu, og birtist gluggi á forsíðu sem heitir "árleg skráning" og er nemendum leiðbeint þaðan. Með árlegri skráningu er átt við að allir nemendur sem stunda nám við Háskóla Íslands og hyggjast stunda nám næsta skólaár, verða að skrá sig í þau námskeið sem þeir hyggjast stunda næsta skólaár á eftir. Í framhaldi skráningar fá nemendur sendan greiðsluseðil vegna skráningargjalda næsta skólaárs og verða að greiða hann innan tilskilins tíma til að geta stundað nám næsta skólaár. Nemendur sem sinna ekki þessari skráningu teljast hættir í námi og detta úr Uglunni. Því er brýnt að ganga frá skráningu á þessu tímabili. Allir nemendur fá áminningu frá Nemendaskrá í Uglunni þessa daga um að sinna skráningunni. Þar fyrir utan geta nemendur breytt skráningu sinni í byrjun hverrar annar, endurskoðun námskeiðaskráningar haustannar er 25. ágúst -10. september og vorannar 10.-21. janúar.Hver er hámarks einingafjöldi sem hægt er að skrá sig í?Hámarksfjöldi eininga á misseri er 40 einingar. Þeir meistaranemar sem óska eftir að skrá sig í fleiri en 40 einingar á misseri, skulu senda rökstudda beiðni þess efnis til Lagadeildar ásamt staðfestu námsferilsyfirliti frá Nemendaskrá. Verður hvert tilvik skoðað sérstaklega. Algjört hámark á einingafjölda eru 50 einingar á misseri.Ég get ekki skráð mig í námskeið í Uglunni vegna tvífalls. Hvað á ég að gera?Þú þarft að senda deildarskrifstofunni tölvupóst þar sem fram kemur nafn, kennitala og númer og heiti á námskeiðinu sem þú ert með tvífall í. Þar sem Lagadeild leyfir nemendum sínum þrífall þá sendir deildarskrifstofa nemendaskrá leyfi fyrir því að nemandi megi skrá sig í námskeið næsta skólaárs. Síðan er best að hafa samband við nemendaskrá, annað hvort á skrifstofu nemendaskrár á Háskólatorgi eða með tölvupósti á póstfangið nemskra@hi.is til þess að ganga frá skráningu í námskeið.Hvernig skrái ég mig úr námskeiði og úr prófi?Nemendur skrá sig úr námskeiðum/prófum í Uglunni. Er það gert með því að fara þar inn á "Námskeiðin mín" og ýta á úrskráning fyrir aftan það námskeið sem ætlunin er að skrá sig úr og loks er beðið um staðfestingu á því. Í framhaldi af því verður send staðfesting á @hi netfang viðkomandi. Síðasti dagur til að skrá sig úr prófi á haustmisseri er um mánaðarmótin sept./okt. og um mánaðarmótin jan./feb. á vormisseri. Próf og einkunnir Hvernig er uppröðun próftöflu ákveðin?Próftaflan er birt á heimasíðu deildar áður en frestur til að breyta námskeiðaskráningu er liðinn þannig að nemendur vita hvernig próftafla þeirra mun verða strax í upphafi misseris.Próftaflan í meistaranámi er sett upp þannig, að nemendalistar eru keyrðir saman og reynt eftir bestu getu að raða prófum eftir skráningu nemenda. Í grunnnáminu er þess gætt að hafa bil milli prófa á sama ári. Svo er reynt að hafa nokkuð bil milli stærstu námskeiðanna ef hægt er. Uppsetning á próftöflum í grunnnámi er þannig að prófin innan hvers árs dreifast jafnt yfir próftímabilið. Námskeiðin innan hvers árs fara í hring þannig að próf sem var fyrsta próf á síðasta ári verður annað prófið, annað prófið verður þriðja prófið og svo koll af kolli. Nemendur sem eru komnir á 3. ár en eiga eftir próf af 1. og 2. ári, geta þar af leiðandi lent í því að þurfa að taka 3 próf 3 daga í röð. Við því er ekkert að gera og þurfa nemendur að hafa þetta í huga þegar þeir sleppa prófum.Ef ég næ ekki 6.0 á hlutaprófi er ég þá fallin/n í námskeiðinu?Ekki er krafist lágmarkseinkunnar 6,0 í heimaprófi til að nemendur geti tekið lokapróf eða staðist áfanga. Sú einkunn sem nemandi fær fyrir heimapróf gildir óbreytt og er ekki lögð að jöfnu við 0,0 (fall) ef nemandi fær undir 6,0 í einkunn. Þegar nemandi hefur tekið lokapróf í námskeiðinu er vegið meðaltal beggja einkunna sem gefur endanlega einkunn fyrir námskeiðið. Þannig að ef nemandi fær 5,0 í 20% heimaprófi þá er hann búinn að tryggja sér 1,0 í einkunn, en er á sama tíma búinn að takmarka hámarks lokaeinkunn við 9,0 (það er þá miðað við að nemandinn fái 10 í lokaprófinu).Nemandi þarf ekki að fá 6,0 í einkunn í lokaprófinu til að standast námskeiðið, heldur þarf vegið meðaltal beggja einkunna að vera 6,0.Má taka próf í námskeiði sem ég hef staðist?Nemendum er heimilt að taka próf aftur sem þeir hafa staðist ef þeir vilja hækka einkunn innan árs frá því þeir tóku prófið, enda sé á því tímabili haldið próf í sama námskeiði. Ef nemandi velur að gera þetta þá fellur fyrri einkunn hans úr gildi við það eitt að mæta í prófið. Þannig að ef nemandi lækkar í einkunn eða fellur á prófi í seinna skiptið þá gildir sú einkunn.Hvernig ganga prófsýningar fyrir sig?Nemendur þurfa að óska skriflega eftir prófsýningu innan 15 daga frá birtingu einkunnar. Skráning er rafræn á heimasíðu námskeiðs. Eftir birtingu einkunna er settur hlekkur inn á heimasvæði námskeiðsins þar sem nemendur skrá sig. Prófsýningin er svo auglýst á heimasvæði námskeiðs eða tölvupóstur sendur til nemenda. Veikindi Veikindi í prófi - Hvað á að gera?Nemandi sem er veikur á prófdegi og getur þar af leiðandi ekki þreytt próf, verður að skila læknisvottorði til Nemendaskrár innan þriggja daga. Sama gildir ef barn nemanda veikist. Ekki þarf að tilkynna um veikindin á prófdegi en nauðsynlegt er að skila læknisvottorðinu innan framangreinds frests. Sé það ekki gert telst nemandi vera fallinn í prófinu.Hver er réttur minn til að taka sjúkrapróf og hvert á að skila veikindavottorði?Sjúkrapróf í maí og júní eru eingöngu fyrir þá nemendur sem hafa verið skráðir í námskeið og skilað veikindavottorði til Nemendaskrár. Ekki er hægt að skrá sig beint í sjúkrapróf án þess að hafa verið skráður í námskeiðið, þ.e. til að geta tekið sjúkrapróf í maí verður nemandi að hafa verið skráður í viðkomandi námskeið haustmisserið á undan og til að geta tekið sjúkrapróf í júní verður nemandi að hafa verið skráður í viðkomandi námskeið á vormisserinu. Veikindavottorði skal skilað til Nemendaskrár, á Háskólatorgi, ekki seinna en þremur dögum eftir prófdag. Ekki þarf að tilkynna veikindi sérstaklega til deildar. Þeir sem hafa verið veikir og hafa ekki getað mætt í sjúkrapróf verða að skrá sig í viðkomandi námskeið næst þegar það er haldið og taka næsta almenna próf sem haldið er í námskeiðinu.Sérstakt sjúkrapróf - Hver á rétt á því og við hvaða aðstæður?Nemandi sem á aðeins eitt próf eftir til að ljúka BA-prófi eða meistaraprófi, á rétt á sérstöku sjúkraprófi ef hann hefur verið skráður í prófið, verið veikur þegar prófið var haldið og skilað inn veikindavottorði innan þriggja daga til Þjónustuborðsins á Háskólatorgi. Hafa þarf samband við skrifstofu Lagadeildar til að láta vita strax ef um slíkt er að ræða. Sérstakt sjúkrapróf er ekki haldið nema fyrir liggi að nemandi hafi náð lágmarkseinkunn í öllum öðrum prófum og ritgerð. Get ég tekið hlé frá námi vegna veikinda?Nemendur hafa rétt á allt að árs leyfi frá námi séu veikindi eða aðrar vítaleysis ástæður til staðar. Þó getur heildarnámslengd aldrei orðið lengri en fimm ár í grunnnámi og fjögur ár í meistaranámi. Nemandi skal skrá sig í árlegri skráningu meðan á leyfistíma stendur og greiða hluta skrásetningargjalds á meðan leyfistíma stendur. Til þess að sækja um leyfi frá námi skal sérstakt erindi berast deildinni þar sem tekið er fram hvaða ástæður liggja á bak við leyfisumsókn og fylgigögn henni viðkomandi t.d. læknisvottorði. Þetta er skv. 5. mgr. 47.gr. Háskólalaga um hlé frá námi. emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.