
Í setrinu verður byggður upp búnaður til efnisþróunar, efnisgreininga og prófana. Meðal annars verða greiningartæki, hreinherbergi, húðunartæki, tækjabúnaður til nákvæmnissmíða, þrívíddarmálmprentara og rafefnafræðitæki.
Setrið verður samstarfsvettvangur rannsóknarstofnana og háskóla, auk þess að vera aðgengilegt fyrirtækjum og öðrum sem geta nýtt búnaðinn til rannsókna og þróunar.
Efnisvísindi og efnisverkfræði eru undirstöðugreinar tækniþróunar á ýmsum sviðum í nútímasamfélagi.
Umsjón fyrir hönd Háskóla Íslands
Tengiliður: Unnar Bjarni Arnalds, prófessor
Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er 800 milljónir króna. Uppbyggingartími er á árunum 2021 til og með 2026.

Tengt efni