Skip to main content

Nordunet

Nordunet er fyrirtæki í eigu NREN (e.National Research and Education Network) Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands.  HÍ er einnig eignaraðili að Nordunet og er RHnet (NREN Íslands) þar sem samskiptaðili.  Nordunet rekur norræna rannsóknarnetið með því að tengja saman rannsóknarnet þessara norrænu landa.  Nordunet tengir þannig saman yfir 400 norræna háskóla og rannsóknarstofnanir með það að markmiði að reka sameiginleg upplýsingakerfi og auka samstarf milli þessara aðila.