Skip to main content

Útgáfa

Útgáfa - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á Menntavísindasviði eru gefin út tímaritin Netla – veftímarit um uppeldi og menntun og Tímarit um uppeldi og menntun. Síðara tímaritið er gefið út í samstarfi Menntavísindasviðs HÍ,  Hug- og félagsvísindasviðs HA og Félags um menntarannsóknir. 

Netla — Veftímarit um uppeldi og menntun

Netlu eru birtar fræðilegar greinar á íslensku og ensku en einnig frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um uppeldis- og menntamál. Mest efni í tímaritinu er á íslensku en ritrýndum greinum fylgja útdrættir á ensku og hvatt er til birtingar greina á ensku og alþjóðlegum grunni. Öllum er heimilt að senda efni í ritið og allt efni tengt uppeldi og menntun er tekið til athugunar hjá ritstjórn hvort sem byggt er á rannsóknum og fræðastarfi eða innsýn og reynslu.

Auk þess eru gefin út árlega sérrit Netlu og ráðstefnurit sem lúta að jafnaði sérstakri ritstjórn í samráði og samvinnu við ritstjórn tímaritsins.

Ritstjórar eru Berglind Gísladóttir, lektor við HÍ og Börkur Hansen, prófessor við HÍ.

Tímarit um uppeldi og menntun

Tímarit um uppeldi og menntun er vettvangur fræðilegrar umfjöllunar um efni tengt uppeldi og skólastarfi, en einnig fer þar fram umræða og skoðanaskipti um álitaefni er varða starfshætti og stefnumótun fyrir mennta- og uppeldisstofnanir. Tímaritið kemur út tvisvar á ári og er tekið á móti greinum allt árið.

Ritstjórar eru Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við HÍ, og Anna Ólafsdóttir, dósent við HA.

Tengt efni