Skip to main content

Nemendaráðgjöf

Nemendaráðgjöf HÍ

Bókaðu viðtal við ráðgjafa hér fyrir neðan eða í síma 525-4315.

Námstengd erindi sendist á radgjof[hja]hi.is og um úrræði í námi og prófum á urraedi[hja]hi.is

Beiðni um viðtal hjá sálfræðingum HÍ sendist á salfraedingar[hja]hi.is

Aðgengi á Háskólatorgi

Núvitundarnámskeið

Núvitundarnámskeið 14. febrúar til 20. mars kl. 16:30 - 18:00
Aukin núvitund - bætt líðan í námi og einkalífi

Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Markmið námskeiðsins er að þjálfa núvitund, öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar.

Núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Áhersla er lögð á að þátttakendur upplifi efnið á eigin skinni með hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun ásamt því að veita fræðslu og skapa umræður.

Þátttakendur fá handbók sem nýtist áfram að námskeiði loknu.

Herdís Finnbogadóttir verður með námskeið á íslensku sex miðvikudaga frá 14. febrúar til 20. mars kl. 16:30 - 18:00. Námskeiðið verður haldið í Stakkahlíð á Menntavísindasviði, Klettur K-102.

Anna Dóra Frostadóttir sálfræðingur verður með námskeið á ensku sex fimmtudaga frá 15. febrúar til 21. mars kl. 16:30 - 18:00. Námskeiðið verður haldið í Stakkahlíð á Menntavísindasviði, Klettur K-102.

Skráning fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs - greiða þarf 4000 kr. við skráningu. Lágmarksfjöldi á hvort námskeið þarf er 12 manns.

Nánari upplýsingar um Núvitundarnámskeið.

Starfsfólk nemendaráðgjafar í janúar 2024

Um okkur

Starfsfólk Nemendaráðgjafar Háskóla Íslands (NHÍ) veitir nemendum allra fræðasviða skólans ráðgjöf og stuðning meðan á námi stendur, s.s. um námsval, vinnubrögð í háskólanámi og undirbúning fyrir atvinnuleit. NHÍ styður við jafnrétti og fjölbreytileika nemenda, m.a. með úrræðum í námi og prófum og sálfræðiráðgjöf.

Sjá nánar um NHÍ, starfsfólk og erlent samstarf. 

Hafðu samband

Sími: 525-4315
Netfang: radgjof@hi.is
Háskólatorg 3. hæð, Sæmundargata 4

Opnunartími skrifstofu:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga kl. 10:00 - 15:00.

Fylgstu með nemendaráðgjöf á samfélagsmiðlum

  Instagram              Facebook