Skip to main content

Möguleikar á skiptinámi

Möguleikar á skiptinámi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að taka hluta af náminu erlendis. Ef þú vilt eiga kost á fjölbreyttara námsframboði, læra nýtt tungumál eða kynnast fólki í nýju landi þá er skiptinám góður kostur fyrir þig.

Nemendur eiga kost á að fara í lengri skiptinámsdvöl (eitt eða fleiri misseri), styttri skiptinámsdvöl (5-30 daga) eða í blandað skiptinám. Markmiðið með styttri og blönduðum dvölum er að gera fleiri nemendum kleift að fara í skiptinám og ná þannig til fjölbreyttari nemendahóps.

  • Lengra skiptinám
    Nemendur fara í skiptinám í eitt eða tvö misseri. Gert er ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi við gestaskólann, þ.e. 30 ECTS einingum á misseri.
  • Styttra skiptinám
    Nemendur taka stök námskeið eða sumarnám við gestaskólann.
  • Blandað skiptinám
    Nemendur geta farið í blandað skiptinám í bæði í lengri og skemmri tíma. Hluti námsins við gestaskóla fer fram á netinu.

Grunn- og framhaldsnemar í flestum námsgreinum geta farið í skiptinám. Grunnnemar þurfa að hafa lokið a.m.k. einu ári (eða 60 ECTS einingum) af náminu við HÍ áður en skiptinám hefst. Hámarkstími skiptnámsdvalar er eitt skólaár á hverju námsstigi.

Nemendur geta fengið skiptinám metið inn í námsferil sinn við Háskóla Íslands svo dvölin þarf ekki að hafa áhrif á lengd námsins. Rannsóknir sýna að námsdvöl erlendis hefur jákvæð áhrif á atvinnumöguleika ungs fólks þar sem atvinnulífið leitar í auknum mæli eftir fólki með alþjóðlega reynslu.

Frestur til að sækja um skiptinám er til og með 1. febrúar ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi).
//
Skiptinám á vormisseri 2025 - viðbótarumsóknarfrestur til 10. september 2024
Nánari upplýsingar

Bæklingur um námsdvöl erlendis

Nánari upplýsingar um skiptinám veitir Alþjóðasvið, Háskólatorgi, 3. hæð.
Sími: 525-4311
Netfang: ask@hi.is

Nánari upplýsingar