Háskóli Íslands vinnur stöðugt að því að fjölga námskeiðum og námsleiðum í fjarnámi með alþjóðleg gæði og fjölbreytni að leiðarljósi. Skilgreining fjarnáms við HÍ miðast við að unnt sé að ljúka námsleiðinni alfarið í fjarnámi. Námskeið í fjarnámi eru skipulögð þannig að námið fer fram á netinu og gert er ráð fyrir rauntímaþátttöku nemenda á netfundum og/eða í staðlotum. Þó að mögulegt sé að ljúka námsleiðinni alfarið í fjarnámi, þá getur verið einhver valnámskeið séu eingöngu í boði í staðnámi svo að dæmi sé tekið. HÍ býður einnig blandað námsform þar sem hluti námsleiðar er í fjarnámi og hluti í staðnámi. Finndu þína fjarnámsleið Skoðaðu allar fjarnámsleiðir í boði Skoðaðu námskeið í fjarnámi Athugið að nemendur gætu þurft að mæta í staðbundnar kennslulotur í námskeiðum í fjarnámi. Umsóknarfrestur Grunnnám Umsóknarfrestur fyrir nýnema í fjarnám er sá sami og fyrir almennt grunnnám. Skráning fer fram rafrænt á vef Háskóla Íslands og lýkur 5. júní (30. nóvember ef sótt er um innritun á vormisseri). Námskeið í grunnnámi sem í boði eru í fjarnámi eru merkt í rafræna umsóknarferlinu „Fjarnám í boði“. Framhaldsnám Umsóknarfrestur í framhaldsnám er 15. apríl ár hvert (15. október ef sótt er um innritun á vormisseri). Á vefsíðum sviða og deilda er hægt að nálgast frekari upplýsingar. Upplýsingar um skráningarfrest í framhaldsnám má sjá á vef viðkomandi fræðasviðs. Þegar nemendur hafa fengið inngöngu í skólann sækja þeir um notandanafn og aðgangsorð til að komast inn á Ugluna, innri vef skólans. Þar fer fram skráning í fjarnám. Nýskráning stúdenta fer fram rafrænt á vef Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar fást hjá Nemendaskrá. Upplýsingar um fjarnám Skilgreiningar Staðnámsleið Mögulegt er að ljúka námsleiðinni alfarið eða að langmestu leyti í staðnámi. Það þýðir að námskeið eru almennt skipulögð þannig að námið fer fram á tilteknum tíma og stað (til dæmis í kennslurými). Hugsanlegt er að einstaka námskeið, skyldu- og/eða valnámskeið, séu aðeins í boði í fjarnámi eða netnámi. Fjarnámsleið Mögulegt er að ljúka námsleiðinni alfarið í fjarnámi. Það þýðir að námskeið eru skipulögð þannig að námið fer fram á netinu og gert er ráð fyrir rauntímaþátttöku nemenda á netfundum og/eða í staðlotum. Þó að mögulegt sé að ljúka námsleiðinni alfarið í fjarnámi, þá má vera að einhver valnámskeið séu eingöngu í boði í til dæmis staðnámi. Netnámsleið Mögulegt er að ljúka námsleiðinni alfarið í netnámi. Það þýðir að námskeið eru skipulögð þannig að námið fer fram á netinu og ekki er gert ráð fyrir neinni rauntímaþátttöku. Nemendur ráða því alfarið hvaða stað og tíma þau nota í námið. Þó að mögulegt sé að ljúka námsleiðinni alfarið í netnámi, þá má vera að einhver valnámskeið séu eingöngu í boði í til dæmis staðnámi. Blönduð námsleið Námsform námskeiða er mismunandi, sum geta verið staðnámskeið en önnur fjarnámskeið. Athugið að hugsanlegt er að námsleið sé merkt sem bæði staðnámsleið og fjarnámsleið í kennsluskrá. Það þýðir að hægt er að ljúka henni annaðhvort í staðnámi eða fjarnámi. Inntökuskilyrði Sömu almennu kröfur eru gerðar til allra nemenda sem hefja nám við Háskóla Íslands, þeir skulu hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Sjá inntökuskilyrði. Upphaf kennslu Kennsla í fjarnámskeiðum hefst að öllu jöfnu á sama tíma og staðbundin kennsla. Á vefsíðum fræðasviða skólans eru upplýsingar um upphaf fjarkennslu og um kennslu í einstökum deildum. Í kennslualmanaki má nálgast upplýsingar um upphaf og lok kennslu. Fjarnám í boði Upplýsingar um námsleiðir í fjarnámi má sjá hér en einnig má fletta upp námskeiðum í fjarnámi í Kennsluskrá. Einnig er hægt að snúa sér beint til viðkomandi deildar eða kennara í viðkomandi námskeiði varðandi upplýsingar um fyrirkomulag fjarnáms. Nemendaskrá svarar erindum sem varða skráningu í fjarnám. Fjarnám er nú í boði í ákveðnum námsleiðum á öllum fræðasviðum Háskóla Íslands en framboðið er enn sem komið er mest á Menntavísindasviði HÍ. Þar er enda löng hefð fyrir fjarkennslu. Á Menntavísindasvið er lögð áhersla á að bjóða sem mest af námskeiðum í grunnnámi (á bakkalárstigi) sem fjarnám með staðbundnum kennslulotum. Í framhaldsnámi er stór hluti námskeiða á sviðinu kenndur með sveigjanlegum hætti, þ.e. í fjarnámi með staðbundnum lotum. Sjá nánari upplýsingar um fjarnám og staðnám á Menntavísindasviði. Í ákveðnum kennslugreinum er eðli náms og kennslu þannig að flókið er að bjóða slíkt í formi fjarnáms. Kennslumiðstöð og Menntasmiðja Kennslumiðstöð sinnir þjónustu við kennara varðandi tæknileg atriði fjarkennslu. Á Menntavísindasviði annast Menntasmiðja þjónustu við stúdenta og kennara vegna fjarnáms. Náms- og starfsráðgjöf Náms- og starfsráðgjöf er fyrsti áfangastaður margra stúdenta sem hyggja á háskólanám. Allir nemendur, líka fjarnemendur, hafa aðgang að námsráðgjöf. Náms- og starfsráðgjöf býður meðal annars: Ráðgjöf vegna námsvals. Ráðgjöf um vinnubrögð í háskólanámi. Persónulega og sálfræðilega ráðgjöf. Ráðgjöf og úrræði vegna fötlunar og sérþarfa. Starfsráðgjöf og ráðgjöf við gerð atvinnuumsókna. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn Þeir sem skráðir eru í fjarnám við Háskóla Íslands hafa sömu réttindi og skyldur við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og nemendur í staðnámi. Safnið leitast við að veita fjar- og staðnemum sambærilega þjónustu. Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga Fjarnám krefst mikillar samhæfingar verkefna og skipulags. Sé nám stundað með vinnu er skipulagning enn mikilvægari en ella. Mikilvægt er að námið sé stundað í sátt við fjölskyldu, vini og vinnuveitendur. Skipulag Nauðsynlegt er að nemendur setji sér markmið í upphafi náms og geri tímaáætlun. Nemendur ættu jafnframt að fara reglulega yfir það í huganum hvernig miði í náminu, hvað hafi verið vel gert og hvað megi bæta. Vinnan í fjarnáminu er töluvert á einstaklingsgrunni en þarf þó ekki að vera einmanaleg ef nemendur notfæra sér þá samskiptamöguleika sem fyrir hendi eru. Samskipti Nemendur þurfa oft og tíðum að taka þátt í hópa- og paravinnu sem er háð samskiptum við samnemendur á netinu. Slík samskipti eru tímafrekari en þau samskipti sem eiga sér stað í kennslustofu. Mikilvægt er að nemendur taki virkan þátt í því námssamfélagi sem þeir tilheyra sem fjarnemar. Gott netsamband er nauðsynlegt til að geta tekið þátt í umræðum, nálgast efni og komið því frá sér á auðveldan hátt. Ef nemendur lenda í tæknilegum vandræðum er starfsfólk Háskólans tilbúið til aðstoðar: Þjónustuborð Háskólatorgi Tölvuþjónusta UTS Tengt efni Umsókn um grunnnám Umsókn um framhaldsnám Fjarpróf Símenntunarmiðstöðvar og prófstaðir fjarprófa Notendaþjónusta upplýsingatæknisviðs (UTS) facebooklinkedintwitter