Skip to main content

Veiting akademískra nafnbóta

Veiting nafnbóta fer skv. Reglum um viðurkenningu Háskóla Íslands á akademísku hæfi starfsmanna á Landspítala og veitingu akademískrar nafnbótar, nr. 888/2016, sem eru aðgengilegar hér: https://www.hi.is/haskolinn/reglur_nr_888_2016

Þar kemur fram að umsóknir skulu sendar til viðkomandi deildarforseta á Heilbrigðisvísindasviði

Í reglunum er jafnframt heimild til að sækja um akademíska nafnbót við aðrar deildir skólans þótt meginreglan sé sú að sótt er um nafnbót við eina af deildum Heilbrigðisvísindasviðs.

Ekki er um sérstakt eyðublað að ræða. Samkvæmt fyrrgreindum reglum skal í umsókn gera grein fyrir samstarfi eða fyrirhuguðu samstarfi við Háskóla Íslands og eftir atvikum við aðra háskóla, tiltaka samstarfsaðila, samstarfsverkefni og helstu markmið þeirra (greinargerð um áform).

Önnur gögn sem fylgja þurfa umsókn eru eftirfarandi (sbr. 37. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009):

  1. Rita- og starfsferilsskrá
  2. Vottorð um námsferil og störf
  3. Tilgreina allt að átta ritverk sem umsækjandi telur vera veigamest og tilgreina framlag sitt til verksins ef um fjölhöfundaverk er að ræða.
  4. Einnig er heimilt að senda inn umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf, eftir því sem við á.

Ferill umsókna er sem hér segir:

  1. Umsókn er send til tiltekins deildarforseta.
  2. Deild tekur umsókn til umfjöllunar og ef hún mælir með umsókn þá vísar hún umsókninni til Vísinda- og nýsköpunarsviðs og valnefndar með rökstuðningi sem tekur mið af sjónarmiðum skv. 1. mgr. 1. gr. reglnanna.
  3. Valnefnd ásamt Vísinda- og nýsköpunarsviði tekur umsókn til umfjöllunar og gefur álit sitt á því hvort umsækjandi uppfylli kröfur um akademískt hæfi og þá hvort kröfur fyrir starf lektors, dósents eða prófessors eru uppfylltar. Þetta álit er sent forseta fræðasviðs og forseta viðkomandi deildar.
  4. Forseti fræðasviðs og forseti viðkomandi deildar gera sameiginlega tillögu til rektors um það hvort gefa skuli út viðurkenningu á hæfi umsækjanda og hvaða akademíska nafnbót skuli veita. Með tillögu skal fylgja drög samnings á milli umsækjanda og forseta fræðasviðs f.h. viðkomandi deildar þar sem fram komi markmið samstarfs og réttindi og skyldur sem við geta átt.
  5. Rektor veitir akademíska nafnbót að uppfylltum settum skilyrðum.

Viðurkenning á akademísku hæfi gildir í fimm ár frá veitingu nafnbótar en fellur niður láti viðkomandi af störfum við LSH eða aðra heilbrigðisstofnun sem HÍ hefur gert samstarfssamning við eða ef nafnbótarhafi tekur við akademísku starfi við Háskóla Íslands. Að fimm árum liðum getur valnefnd með samþykki rektors framlengt akademísku nafnbótina ótímabundið. Mælst er til að umsækjendur um framlengingu á akademískri nafnbót beri sig upp við Vísinda- og nýsköpunarsvið a.m.k. hálfu ári áður en fimm ára gildistíma nafnbótar lýkur.

Ef óskað er eftir framgangi verður að senda inn nýja umsókn til deildar.

Síðast uppfært 18. janúar 2018