Skip to main content

Sjóður Steingríms Arasonar

Markmiðið sjóðsins er að efla og styrkja rannsóknir og nám í menntunar- og kennslufræðum. Styrkja á kennara og sérfræðinga í þessum fræðum. Jafnframt má veita nemendum styrki til skiptináms. Megintilgangur sjóðsins er að efla sérfræðiþekkingu í menntunar- og kennslufræðum með fjárstyrkjum til:

  1. Rannsókna sem fela í sér nýsköpun þekkingar á sviðinu.
  2. Þróunarverkefna  sem efla fræðilegt og faglegt framlag á sviðinu.
  3. Skiptináms í menntunar- og kennslufræðum  við erlenda háskóla      

Sjóðurinn heitir nú Sjóður Steingríms Arasonar. Sjóðurinn hét áður Columbiasjóður en hann var stofnaður með peningagjöf Steingríms Arasonar kennara árið 1939.

Samkvæmt nýrri skipulagsskrá fer stjórn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með stjórn sjóðsins.