Um starfsemi Stofnunar Rannsóknasetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hóf starfsemi á ný í Vestmannaeyjum 1. júní 2020. Dr. Filipa Samara, hvalasérfræðingur, hefur verið ráðin í ársverkefni sem akademískur sérfræðingur við háskólann. Rannsóknir Filipu snúa einkum að háhyrningum, hegðun, hljóðum og ferðum þeirra. Filipa þekkir vel til Vestmanneyja þar sem hún og rannsóknahópur hennar, með stuðningi verkefnastyrks Rannís, hafa unnið rannsóknir sínar út frá Vestmannaeyjum sl. sumur. Meðan á því verkefni stóð var Filipa í stöðu sérfræðings við Hafrannsóknastofnun. Filipa og samstarfsfólk hennar hefur aðsetur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Verkefnið verður hluti af Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands næsta árið. Unnið er að því að tryggja fjármögnun starfseminnar Í Vestmannaeyjum til frambúðar svo hægt verði að setja á fót sjálfstætt Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Rannsóknir Rannsóknir á háhyrningum Hypmo verkefnið Ritaskrá 2020 Selbmann A, Deecke VD, Fedutin ID, Filatova OA, Miller PJO, Svavarsson J and Samarra FIP (2020). A comparison of Northeast Atlantic killer whale (Orcinus orca) stereotyped call repertoires. Marine Mammal Science, doi: 10.1111/mms.12750 Starfsfólk Filipa Isabel Pereira SamarraSérfræðingur5255302fips [hjá] hi.is Hafðu samband Ægisgata 2 900 Vestmannaeyjar Sími: 525 5302 Netfang: fips@hi.is Ensk vefsíða facebooklinkedintwitter